Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Klárlega með þeim skemmtilegustu
Aladdin: Teiknimyndin sem festi það að láta frægt fólk tala inn í myndirnar. Jafnvel þótt það hafi ekki alltaf verið gott, þá er alltaf jafn gaman að heyra einhverja kunnuglega rödd á bak við einhvern karakter, sérstakelga ef karakterinn er miðja athyglinnar. Þeir þekktustu sem töluðu í myndinni eru áreiðanlega Scott Weinger úr Full House (aldrei verið aðdáðandi þáttanna) og Robin Williams (en það þekktasta sem hann hafði gert fyrir myndina er áreiðanlega Dead Poet's Society og Hook).
Rétt eins og "prinsessunar" út The Little Mermaid og Beauty and the Beast er Jasmine sjálfstæðari en gömlu kvenkarakterarnir, þó að hún hafi sína galla líka. Hún hefur nógu mikinn vilja að ákveða sjálf hverjum hún vilji giftast, jafnvel þótt hann sé ekki af konungsættum. Það er hægt að réttlæta það hversu fljót hún ákveður að giftast Aladdin í endanum út af því að hún þarf að ákveða mann til að giftast á innan við þremur dögum samkvæmt lögunum, en það réttlætir samt ekki að hún segjst elska hann á innan við þremur daga, og það er það eina sem dregur hana niður. Framhaldsmyndirnar (þær einu frá fyrirtækinu sem mér finnst vera í lagi) sýna samt að það líður slatti af tíma þangað til þau giftast, sem lætur sambandið vera aðeins raunhæfara.
Aladdin er fínn aðalkarakter. Hann hefur sjarmann, bæði sem vinur og sem draumaprinsinn, en er líka frekar snjall (en í myndinni gabbar hann bæði Andann og Jafar frekar vel). Soldánninn er rosalega líkur Maurice, pabba Belle úr Beauty and the Beast, í útliti og persónuleika (aðeins gleðilegri, en alveg jafn sérkennilegur) fyrir utan að hann getur orðið reiður. Jafar kemur með tvo stærstu eiginleika Maleficent, flott og ógnandi rödd, og hefur galdrakrafta (getur breytt sjálfum sér og dáleitt fólk), en er samt ekki alveg eins eftirminnilegur og hún, og í endanum á myndinni gerir hann soldið heimskulegt (þegar Aladdin gabbar hann, en ég vil ekki segja hvað hann gerir).
Þrír stærstu kostir myndarinnar eru eftirfarandi.
Myndin er með, ef ekki sú, fyndnasta sem Disney hefur komið með. Aðalástæðan er auðvitað Andinn. Þrátt fyrir myndin hafi aðeins of margar tilvísanirnar (pop-cultural reference), þá get ég ekki neitað því að karakterinn er stórskemmtilegur, hvort sem ég hlusta á Robin Williams eða Ladda í íslensku útgáfunni (með Lion King er þetta eina Disney-myndin sem ég fíla jafnmikið á íslensku, og síðan eingöngu Toy Story 2 hjá Pixar).
Annar kosturinn er að ástarsagan er ekki aðalsöguþráðurinn, allavega ekki að mínu mati. Hún er miklu meira um Aladdin og Andann, um vinskapinn á milli þeirra, loforð og svik og hvernig tvær ólíkar verur geta orðið vinir.
Sá þriðji er að eins og síðustu tvær myndir, þá er tónlistin og lögin bæði góð og verulega grípandi. Það er reyndar soldið gaman að vita að þekktir leikarar geta sungið alveg frekar vel.
Yfir heild er Aladdin góð teiknimynd frá Disney og verðug mynd að koma á eftir Beauty and the Beast, þó hún sé ekki eins góð. Hún er fyndin, missir aldrei dampinn, hefur engan leiðinlegan karakter og festi það að frægt fólk geta auðveldað talað í myndunum þeirra. Því miður hafa bæði raddleikurinn og myndirnar sjaldan verið eins gott eftir þessa.
8/10
Aladdin: Teiknimyndin sem festi það að láta frægt fólk tala inn í myndirnar. Jafnvel þótt það hafi ekki alltaf verið gott, þá er alltaf jafn gaman að heyra einhverja kunnuglega rödd á bak við einhvern karakter, sérstakelga ef karakterinn er miðja athyglinnar. Þeir þekktustu sem töluðu í myndinni eru áreiðanlega Scott Weinger úr Full House (aldrei verið aðdáðandi þáttanna) og Robin Williams (en það þekktasta sem hann hafði gert fyrir myndina er áreiðanlega Dead Poet's Society og Hook).
Rétt eins og "prinsessunar" út The Little Mermaid og Beauty and the Beast er Jasmine sjálfstæðari en gömlu kvenkarakterarnir, þó að hún hafi sína galla líka. Hún hefur nógu mikinn vilja að ákveða sjálf hverjum hún vilji giftast, jafnvel þótt hann sé ekki af konungsættum. Það er hægt að réttlæta það hversu fljót hún ákveður að giftast Aladdin í endanum út af því að hún þarf að ákveða mann til að giftast á innan við þremur dögum samkvæmt lögunum, en það réttlætir samt ekki að hún segjst elska hann á innan við þremur daga, og það er það eina sem dregur hana niður. Framhaldsmyndirnar (þær einu frá fyrirtækinu sem mér finnst vera í lagi) sýna samt að það líður slatti af tíma þangað til þau giftast, sem lætur sambandið vera aðeins raunhæfara.
Aladdin er fínn aðalkarakter. Hann hefur sjarmann, bæði sem vinur og sem draumaprinsinn, en er líka frekar snjall (en í myndinni gabbar hann bæði Andann og Jafar frekar vel). Soldánninn er rosalega líkur Maurice, pabba Belle úr Beauty and the Beast, í útliti og persónuleika (aðeins gleðilegri, en alveg jafn sérkennilegur) fyrir utan að hann getur orðið reiður. Jafar kemur með tvo stærstu eiginleika Maleficent, flott og ógnandi rödd, og hefur galdrakrafta (getur breytt sjálfum sér og dáleitt fólk), en er samt ekki alveg eins eftirminnilegur og hún, og í endanum á myndinni gerir hann soldið heimskulegt (þegar Aladdin gabbar hann, en ég vil ekki segja hvað hann gerir).
Þrír stærstu kostir myndarinnar eru eftirfarandi.
Myndin er með, ef ekki sú, fyndnasta sem Disney hefur komið með. Aðalástæðan er auðvitað Andinn. Þrátt fyrir myndin hafi aðeins of margar tilvísanirnar (pop-cultural reference), þá get ég ekki neitað því að karakterinn er stórskemmtilegur, hvort sem ég hlusta á Robin Williams eða Ladda í íslensku útgáfunni (með Lion King er þetta eina Disney-myndin sem ég fíla jafnmikið á íslensku, og síðan eingöngu Toy Story 2 hjá Pixar).
Annar kosturinn er að ástarsagan er ekki aðalsöguþráðurinn, allavega ekki að mínu mati. Hún er miklu meira um Aladdin og Andann, um vinskapinn á milli þeirra, loforð og svik og hvernig tvær ólíkar verur geta orðið vinir.
Sá þriðji er að eins og síðustu tvær myndir, þá er tónlistin og lögin bæði góð og verulega grípandi. Það er reyndar soldið gaman að vita að þekktir leikarar geta sungið alveg frekar vel.
Yfir heild er Aladdin góð teiknimynd frá Disney og verðug mynd að koma á eftir Beauty and the Beast, þó hún sé ekki eins góð. Hún er fyndin, missir aldrei dampinn, hefur engan leiðinlegan karakter og festi það að frægt fólk geta auðveldað talað í myndunum þeirra. Því miður hafa bæði raddleikurinn og myndirnar sjaldan verið eins gott eftir þessa.
8/10
Besta Disney teiknimyndinn
Aladdin er besta Disney teiknimyndinn. Bæði vel teiknuð og fyndinn. Hún er mjög vel talsett, bæði á íslensku og á ensku. Robin Williams (Flubber, Good Will Hunting) er frábær sem Andinn og Laddi (Jóhannes, Magnús) gefur honum ekkert eftir. Jonathan Freeman er ágætur sem Jafar á ensku en Arnar Jónsson (Útlaginn, María) er bara snillingur sem Jafar á íslensku.
Og auðvitað eins og í öllum góðum Disney teiknimyndum eru fullt af skemmtilegum lögum eins og klassíska lagið A Whole New World. Þessi mynd verður aldrei leyðinleg sama hversu oft þú horfir á hana.
Quote:
Andinn Oi! Ten thousand years will give you such a crick in the neck.
Aladdin er besta Disney teiknimyndinn. Bæði vel teiknuð og fyndinn. Hún er mjög vel talsett, bæði á íslensku og á ensku. Robin Williams (Flubber, Good Will Hunting) er frábær sem Andinn og Laddi (Jóhannes, Magnús) gefur honum ekkert eftir. Jonathan Freeman er ágætur sem Jafar á ensku en Arnar Jónsson (Útlaginn, María) er bara snillingur sem Jafar á íslensku.
Og auðvitað eins og í öllum góðum Disney teiknimyndum eru fullt af skemmtilegum lögum eins og klassíska lagið A Whole New World. Þessi mynd verður aldrei leyðinleg sama hversu oft þú horfir á hana.
Quote:
Andinn Oi! Ten thousand years will give you such a crick in the neck.
Einstök kvikmyndaperla sem stendur fyrir sínu. Stórkostlega flott í útliti, rosalega fyndin, drungaleg, rómantísk og frábærlega talsett, og þá sérstaklega frá Gilbert Gottfried sem Páfagaukurinn og Robin Williams með örugglega bestu túlkun sína í teiknimynd sem Andinn í lampanum. Og fyrir lifandis löngu orðin klassamynd.
Aladdin er án efa ein besta mynd Disney. Hún er full af góðum karakterum eins og andanum. Og skemmtilegum lögum, Aladdin er mynd fyrir alla frá eins ára aldurs til hundrað og tuttugu(og eldri)
Skemmtileg mynd með fullt af skemmtilegum leikurum sem sjá um íslenska talsetningu. Þar ber að nefna Ladda og Örn sem að mýnu mati standa sig best og eiga vel við persónurnar og það gerir Arnar Jónsson líka. Þessi mynd er ein af sígildu disney myndunum sem flestir hafa öruglega séð. En sumir ekki en þó þeir sem hafa ekki séð þessa mynd ættu að reyna að nálgast hana en það held ég að sé samt ekki hægt jú á special edition.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$28.000.000
Tekjur
$504.050.219
Vefsíða:
Aldur USA:
G