Náðu í appið
Aladdin

Aladdin (1992)

"It is not what is outside, but what is inside that counts."

1 klst 30 mín1992

Götustrákurinn Aladdin býr í stórum bæ sem iðar af lífi, ásamt apanum og vini sínum Abu.

Rotten Tomatoes96%
Metacritic86
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Götustrákurinn Aladdin býr í stórum bæ sem iðar af lífi, ásamt apanum og vini sínum Abu. Þegar Jasmine prinsessa verður þreytt á því að vera þvinguð til að vera inni í höllinni öllum stundum, þá læðist hún út á markaðstorgið þar sem hún rekst óvænt á Aladdin. Að skipan hins illa Jafar, ráðgjafa Soldánsins, þá er Aladdin hent í fangelsi og flækist þar með inn í illt ráðabrugg Jafars um að sölsa undir sig völdunum í landinu, með hjálp dularfulls lampa. Sagan segir að sá einn geti náð í lampann úr Undrahellinum, sem er "gull af manni". Aladdin gæti passað þeirri lýsingu, en það er þó ekki nóg til þess að hann fái að giftast prinsessunni, sem verður, lögum samkvæmt, að giftast prinsi.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Walt Disney Feature AnimationUS

Verðlaun

🏆

Vann tvenn Óskarsverðlaun; fyrir bestu tónlist og besta lag í kvikmynd. Lagið heitir A Whole New World og er eftir Alan Menken og texti eftir Tim Rice.

Gagnrýni notenda (6)

Klárlega með þeim skemmtilegustu

★★★★☆

Aladdin: Teiknimyndin sem festi það að láta frægt fólk tala inn í myndirnar. Jafnvel þótt það hafi ekki alltaf verið gott, þá er alltaf jafn gaman að heyra einhverja kunnuglega rödd á...

Besta Disney teiknimyndinn

★★★★★

Aladdin er besta Disney teiknimyndinn. Bæði vel teiknuð og fyndinn. Hún er mjög vel talsett, bæði á íslensku og á ensku. Robin Williams (Flubber, Good Will Hunting) er frábær sem Andinn og...

Einstök kvikmyndaperla sem stendur fyrir sínu. Stórkostlega flott í útliti, rosalega fyndin, drungaleg, rómantísk og frábærlega talsett, og þá sérstaklega frá Gilbert Gottfried sem Páfag...

★★★★★

Aladdin er án efa ein besta mynd Disney. Hún er full af góðum karakterum eins og andanum. Og skemmtilegum lögum, Aladdin er mynd fyrir alla frá eins ára aldurs til hundrað og tuttugu(og eldri)

Skemmtileg mynd með fullt af skemmtilegum leikurum sem sjá um íslenska talsetningu. Þar ber að nefna Ladda og Örn sem að mýnu mati standa sig best og eiga vel við persónurnar og það gerir ...

Alltaf gaman að horfa á Disney...góð mynd, fíla hana í botn enn þann dag í dag (15). flott teiknað, flottar persónur, ljótur vondi kallinn (sem er æði!!!) lítur út eins og hann hafi tek...