Náðu í appið
Öllum leyfð

The Little Mermaid 1989

(Litla hafmeyjan)

Somewhere under the sea and beyond your imagination is an adventure in fantasy.

83 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 88
/100

Disney-myndin Litla hafmeyjan er nú endurútgefin í auknum gæðum og á BluRay-diski fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Það þekkja sennilega flestir ævintýri H. C. Andersen um litlu hafmeyjuna Aríel sem átti sér þann draum að giftast alvöru prinsi og fékk vini sína til að hjálpa sér við það. En það eru ekki allir sáttir við áætlun Aríel, þar... Lesa meira

Disney-myndin Litla hafmeyjan er nú endurútgefin í auknum gæðum og á BluRay-diski fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Það þekkja sennilega flestir ævintýri H. C. Andersen um litlu hafmeyjuna Aríel sem átti sér þann draum að giftast alvöru prinsi og fékk vini sína til að hjálpa sér við það. En það eru ekki allir sáttir við áætlun Aríel, þar á meðal faðir hennar sem hefur ekki góða reynslu af mannfólkinu. Aríel leitar því til sjávarnornarinnar Ursulu en hún er með sína eigin áætlun fyrir Aríel og föður hennar ...... minna

Aðalleikarar

Af hverju svona óraunsætt hár í vatni?
The Little Mermaid: Fyrsta Disney-teiknimyndin á endurkomutímabili Disneys og fyrsta af þremur myndum frá þessum tíma sem ég sá ekki þegar ég var ungur (með Rescuers Down Under og Beauty And The Beast). Það var á þessu tímabili sem fólk fór að taka myndir frá þessi fyrirtæki alvarlega aftur og eru fyrir marga á mínum aldri nostalgia dauðans.

Það sem einkenndi þessar myndir voru nokkur atriði eins og kvenkarakterar sem voru miklu sjálfstæðari en þær sem komu fyrir þetta tímabil (a.m.k. flestar), pabbi kvenkaraktersins sem leit út fyrir að vera 50 árum eldri en þær (margir með grátt hár og/eða skegg, sumir búttaðir og barnalegir), aldrei er minnst á mömmu kvenkaraktersins (eina undantekningin er Mulan og Hercules, þær koma báðar fram í myndinni) minnug illmenni (fyrir utan allavega einn) minnug lög og tónlist (allar myndirnar unnu/fengu tilnefningu fyrir bestu tónlist og/eða lag fyrir utan Rescuers Down Under) og miklu betri gerðar myndir en þær sem komu áður (bæði í leikröddum, klæmaxi og útliti). Eina sem algjörlega greinir myndirnar í sundur er hversu alvarlegar þær eru (stærsti munurinn er á milli Hunchback of Notre Dame og Hercules).

Jafnvel þótt þetta sé fyrsta myndin á endurkomutímabili Disney get ég samt ekki sagt að The Little Mermaid sé eitthvað sérstök. Hún var ekki eins byltingarkennd og Snow White (sem er þar að auki betri mynd) og hefur ekki eins góða sögu og margar myndir sem komu eftir henni. Fyrir utan nokkra karaktera, útlitið og tónlistina væri þetta mjög þunn og óáhugaverð mynd.

Með Pocahontas finnst mér Ariel vera með minnst áhugaverðu kvenkarakterum þessa tíma. Hún hefur reyndar smá sjálfstæði yfir því hvernig hún vill lifa lífinu og ekki vera stjórnuð af pabba sínum, Triton (sem er á meðan ég man eftir því, awesome), en eftir því sem ég pæli meira í þessum karakter því meira uppgötva ég hversu illa skrifuð hún er. Ég veit að sagan er byggð á gömlu ævintýri eftir H.C. Andersen en hún hafði að minnst kosti endinn sem var sorglegur, ólíkt ótrúlega gleðilega endinum í myndinni sem kom án þess að aðalkarakterinn gerði eitthvað til að eiga hann skilið. Og þar sem þeir breyttu því, þá fannst mér sérstakt að þeir gerðu sambandið á milli Ariel og Eric ekki aðeins trúverðugra. Það er skárra en nokkur fyrri sambönd Disney (eins og úr myndunum Sleeping Beauty og Robin Hood) en er samt ekki gott. Svo ekki sé talað um að Ariel samþykkir tilboð frá illmeninu Úrsúlu (sem er annar senuþjófur) að fá fætur og kynfæri svo hún geti kynnst manni sem hún elskar án þess að hún hafi talað við hann, og fengið hann til að kyssa hana/segjast elska hana á innan við þremur dögum eða Ariel verður þræll Úrsúlu að eilífu. Hún missir þar að auki röddina sem borgun fyrir þetta en það er það eina sem Eric man eftir Ariel eftir að hún bjargar honum frá sökkvandi skipi. Og til að bæta við þetta þá er Ariel 16 ára. Er hún móðgun fyrir sjálfstæðar konur eða er Úrsúla nógu snjöll til að fá Ariel til að gera þetta? Bæði

En þrátt fyrir lélegan aðalkarakter þá bætir myndin að hluta til fyrir það. Hún hefur frábæra tónlist. Under the Sea og Poor Unfortunate Souls eru langbestu lögin í þessari mynd enda vann Under the Sea Óskarinn sem besta lag og Unfortunate Souls er illmennislag, sem eru nær aldrei miðjumoð. Og ég þarf að hrósa Jodi Benson (Ariel) fyrir söngröddina sína, ótrúlega skýrmælt.

Karakterarnir eru mjög mis í þessari mynd, en flest sjávardýrin eru skemmtileg, og þá sérstakelga Triton og Sebastian (sem af einhverjum ástæðum hefur jamaískan hreim en býr í sjó nálægt Danmörku). Úrsúla nær að vera frekar einstakt Disney illmenni með því að vera bæði hræðilega ill en ótrúlega skemmtileg um leið ("My poor little poopsies!" lætur mig alltaf hlæja), og þá sérstaklega í laginu hennar. Hún hefur bæði gáfurnar og illgirnið til að vera allavega með 10 bestu Disney illmennunum. En því miður eru flestir karakterarnir sem eru mennskir ekkert skemmtilegir, en sem betur fer eru þeir lítið í myndinni. Eric gerir reyndar miklu meira gagn frekar en margir fyrri prinsar. Og jafnvel þótt að atriðið með franska kokkinum kemur upp úr engu þá hafði ég gaman af því. Myndin hefur líka nokkra falda brandara (eins og hvernig Ariel situr á steini, augljóslega tilvísun í styttuna í Kaupmannahöfn)

Myndin hefur marga kosti en að minnsta kosti einn stóran galla. Ég hef aldrei fattað af hverju það er oft verið að kalla þessa mynd eina af bestu Disney-myndunum sem komið hafa út.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.06.2023

Köngulóin áfram langvinsælust

Toppmynd síðustu viku, Spider-Man: Across the Spider Verse sýnir ekki á sér neitt fararsnið því hún heldur sæti sínu á Íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð. Hin nýfrumsýnda Transformers: Rise of...

06.06.2023

Sveiflaði sér á toppinn

Köngulóarmennirnir í teiknimyndinni Spider-Man: Across the Spiderwerse sveifluðu sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi þegar um sjö þúsund manns mættu í bíó til að upplifa ævintýrið. Það sam...

01.06.2023

Litla hafmeyjan synti á toppinn

Litla hafmeyjan kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi en rúmlega 4.500 manns mættu í bíó til að upplifa Disney ævintýrið á sinni fyrstu sýningarhelgi. Toppmynd síðustu viku, ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn