Náðu í appið
Bönnuð innan 18 ára

Casablanca 1942

They had a date with fate in Casablanca!

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 99% Critics
The Movies database einkunn 100
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir handrit, leikstjórn og besta mynd. Tilnefnd til fimm annarra Óskara, þ.á.m. Humprey Bogart fyrir leik í aðalhlutverki.

Sagan gerist í Casablanca í seinni heimsstyrjöldinni. Rick Blaine er Bandaríkjamaður í útlegð og fyrrum baráttumaður fyrir frelsi. Hann rekur vinsælan veitingastað í bænum. Hinn kaldhæðni Blaine kemur höndum yfir tvö verðmæt flutningsbréf. Þegar nasistaforinginn Strasser kemur til Casablanca þá reynir hinn fleðulegi lögreglustjóri Renault, allt hvað hann... Lesa meira

Sagan gerist í Casablanca í seinni heimsstyrjöldinni. Rick Blaine er Bandaríkjamaður í útlegð og fyrrum baráttumaður fyrir frelsi. Hann rekur vinsælan veitingastað í bænum. Hinn kaldhæðni Blaine kemur höndum yfir tvö verðmæt flutningsbréf. Þegar nasistaforinginn Strasser kemur til Casablanca þá reynir hinn fleðulegi lögreglustjóri Renault, allt hvað hann getur til að smjaðra fyrir honum, og tekur meðal annars til fanga leiðtoga andspyrnunnar, Tékkann Victor Laszlo. Það kemur Rick mikið á óvart þegar Lazslo kemur með Ilsa, sem er fyrrum ástkona Ricks. Rick er mjög bitur gagnvart Ilsu, sem stakk hann af í París, en kemst nú að því að hún hafði góða ástæðu fyrir því. Þau áætla nú að stinga af saman á ný, og nota sér flutningsbréfin góðu til þess. En þetta var einungis upprunaleg áætlun þeirra ... ... minna

Aðalleikarar

Á undan sinni samtíð
Casablanca er án efa ein af þeim myndum sem hefur haft mest áhrif á bíómyndir í rómantíska flokknum. Margir þættir og myndir hafa vísað í þessa mynd, m.a. Gilmore Girls og Sex and the city sem byggjast einmitt á ástarmálum nútímafólks. Setningar hafa verið endurtektar m.a. Here's looking at you kid og Louis I think this is the beginning of a beautiful friendship og orðið ódauðlegar með árunum.

Casablanca fjallar um fólkið, meirihluti gyðinga, sem að flúðu til Casablanca og voru svo að reyna að koma sér þaðan til Lissabon og þaðan til Ameríku. Einn helsti viðkomustaður þeirra sem að dvelja í Casablanca er Rick's veitingastaður og bar í eigu ameríkanans Ricks Blaine. Áhorfandi veit ekki mikið um Rick og ekki mikið er gefið upp um hann nema stutta ástarsamband hans við norðmanninn Ilse Lund í París. Myndin er gefin út á stríðsárum og á að gerast þá. Maður Ilse Lund á að hafa dáið og hún hafi því hafið ástarsamband með Rick. En þegar þau ákveða að fara til Casablanca saman með lest og Ilse mætir ekki heldur sendur bréf um það að hún komist ekki verður Rick totryggin. Hann kemst til Casablanca og opnar Rick's og gengur allt í haginn. Eða það er þangað til Ilse birtist það með gyðinga baráttumanninn Victor Lazlo sem hún kynnir sem eiginmann sinn og ætlar með til Ameríku.
Þá hefjast viðræður um það hvort þau muni komast ti Ameríku, í sitthvoru lagi saman eða hvernig og hitnar í kolunum á milli fyrrum elskuhuganna. Þessi uppákoma hefur í för með sér skemmtileg samtöl og atburðarásir og endar myndinn á skemmtilegan og ófyrirsjáanlegan hátt.

Casablanca er klassamynd og klassík sem ég hvet sem flesta sem eru fyrir rómantískar bíómyndir að horfa á. Myndin er á undan sinni samtíð og er áhugavert að hugleiða að þessi mynd var sett í sýningu á meðan á stríðinu stóð og á meðan gyðingar voru enn að reyna að flýja Evrópu!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að viðurkenna að þessi mynd var ekki sú besta af þeim myndum sem ég hef séð með H Bogart t.d fannst mér (The Tressiure of sierra madre í svipuðum gæðaflokk)og maltease Falcon fanst m´´er enþá betri.

Samt sem áður er þessi mynd hrífandi mynd með flottum senum,vandræðalegum þögnum o.f.l.

Bogart hafði´fyrir þessa mynd ágæta reynslu af kvikmyndum en dó þó fljótlega á eftir sökum reikinga.

Ingmar Bergman var ekki síður góð en hún vann þó af stórum hluta með eiginmanni hennar Da Silca meðan hún dvaldi á ítalíu.

Þessi mynd hefur ,góða spennu uppyggingu, gallalausan söguráð, Og kemst nálægt 4.stjörnum.en þó lít ég ekki á þessa mynd í klassa með allra bestu myndum Bogart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Klassísk og hreint ódauðleg óskarsverðlaunamynd sem hlotið hefur sæmdartitilinn besta kvikmynd tuttugustu aldarinnar, og skal ekki nokkurn undra. Hér er sögð sagan af kaffihúsaeigandanum Rick í Casablanca í Marokkó í seinni heimsstyrjöldinni og ævintýrum hans. Af öllum búllum í öllum heiminum verður gamla kærastan hans endilega að stíga fæti sínum inn á staðinn hans með ástvini sínum, foringja í frönsku andspyrnuhreyfingunni sem er á flótta undan nasistum, og þá hefst óvænt og stórskemmtileg atburðarás. Humphrey Bogart er hér í sínu frægasta hlutverki fyrr og síðar sem Rick og Ingrid Bergman fer ekki síður á kostum í hlutverki Ilsu, ekki má heldur gleyma stórleik þeirra Claude Rains í hlutverki lögreglustjórans og Paul Henreid sem ástvini Ilsu. Sannkölluð gullaldarklassík gerð eftir hreint einstöku handriti og ekki síst einstaklega vel leikstýrð af Michael Curtiz. Casablanca er án nokkurs vafa ein af fimm bestu kvikmyndum sögunnar og er persónulega sú kvikmynd sem ég met mest. Hún verður alltaf meira heillandi eftir því sem árin líða og verða atriðin í henni þess þá meira heillandi, nefni ég þá sem dæmi atriðið þar sem Rick og píanóleikarinn Sam sitja við flygilinn og Sam leikur lagið undurfagra "As Time Goes By" og lokaatriði myndarinnar sem gerist á flugvellinum þar sem framtíð sambands Ricks og Ilsu ræðst endanlega. Það atriði er alveg klassík út af fyrir sig. Ég gef Casablanca fjórar gylltar stjörnur og gef henni þau allra bestu meðmæli sem meistaraverk verðskuldar að fá. Ég hvet alla sem ekki hafa séð hana að drífa í því hið snarasta. Allir verða nefnilega að sjá þetta meistarastykki kvikmyndasögunnar a.m.k. einu sinni. Það gæti orðið "upphafið að fallegri og einstakri vináttu". Það var það svo sannarlega í mínu tilfelli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar Casablanca var gerð voru þau Humphrey Bogart og Ingrid Bergman einar helstu Hollywood stjörnurnar. Þau sýndu svo sýnar lang bestu hliðar árið 1942 þegar Casablanca var gerð. Myndin gerist í borginni Casablanca í Marocco á meðan seinni heimstyrjöldin geysaði yfir alheiminn. Rick er svalur kráareigandi sem fær óvæntan gest í heimsókn einn daginn það er gömul kærasta sem hann kynntist í Paris. Ég hef ekki séð jafn góða svart-hvíta mynd síðan ég leigði Citizen Kane. Casablanca fékk þrenn óskarsverðlaun á sínum tíma þar á meðal fyrir bestu mynd og bestu leikstjórn (Michael Curtiz).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sígilt listaverk og tvímælalaust með bestu kvikmyndum sögunnar. Hvert atriðið á fætur öðru er fyrir löngu orðið heimsþekkt enda er vísað til þeirra við ótal tækifæri. Humphrey Bogart og Ingrid Bergman eru bæði ógleymanleg í hlutverkum sínum og aukaleikararnir Peter Lorre, Sidney Greenstreet, Claude Raines, Paul Henreid og Conrad Veidt allir frábærir. Enginn getur kallast sannur kvikmyndaáhugamaður, sem ekki hefur séð þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn