Misfyndin klisja
Megamind er eins og Despicable Me, bara lélegri útgáfan með öðrum persónum. Hún er þó ekki fullslæm og það er vissulega einhver húmor í henni en ekki nóg. Hefði myndin verið fyndnari...
"It's Big for a Reason"
Megamind er yfirgengilega gáfuð geimvera sem var send í burtu frá heimaplánetu sinni þegar mikil hætta steðjaði að þar.
Bönnuð innan 7 ára
Ofbeldi
HræðslaMegamind er yfirgengilega gáfuð geimvera sem var send í burtu frá heimaplánetu sinni þegar mikil hætta steðjaði að þar. Hann var þó ekki sá eini sem var sendur burt og endaði á jörðinni, því Metro Man lenti á sömu braut og hann. Metro Man verður fljótt mikil stjarna og elskuð ofurhetja á Jörðinni á meðan Megamind lendir utangarðs... Hinn bitri Megamind verður því illmenni en hver einasta tilraun hans til stórkostlegra illvirkja misheppnast þar sem Metro Man kemur ávallt til bjargar. Það breytist einn daginn þegar Megamind sigrar Metro Man óvænt í eitt skipti fyrir öll. Það sem þá gerist er að í stað sigurvímu finnst Megamind allur tilgangur í lífinu horfinn, og býr því til nýja ofurhetju úr einmana myndatökumanninum Hal. Hins vegar ákveður Hal upp á eigin spýtur að í stað þess að verða ofurhetja ætli hann að nota krafta sína gegn mannkyninu, og þá eru góð ráð dýr fyrir ofurillmennið Megamind.


Megamind er eins og Despicable Me, bara lélegri útgáfan með öðrum persónum. Hún er þó ekki fullslæm og það er vissulega einhver húmor í henni en ekki nóg. Hefði myndin verið fyndnari...