Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Red 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. nóvember 2010

He's Got Time To Kill

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Red segir frá Frank Moses, fyrrum CIA-útsendara sem vann við háleynileg launmorðsverkefni á vegum leyniþjónustunnar. Nú er hann sestur í helgan stein og ætlar að njóta lífsins á snemmbúnum eftirlaunum. Það er hægara sagt en gert fyrir þennan adrenalínfíkil, en hann reynir sitt allra besta til að slaka á. Það er að segja, þar til leigumorðingi dúkkar... Lesa meira

Red segir frá Frank Moses, fyrrum CIA-útsendara sem vann við háleynileg launmorðsverkefni á vegum leyniþjónustunnar. Nú er hann sestur í helgan stein og ætlar að njóta lífsins á snemmbúnum eftirlaunum. Það er hægara sagt en gert fyrir þennan adrenalínfíkil, en hann reynir sitt allra besta til að slaka á. Það er að segja, þar til leigumorðingi dúkkar upp með þann ásetning að stúta honum. Frank kemst þar með að því að upp hefur komist um fortíð hans og þar af leiðandi fleiri útsendara sem unnu með honum. Hann safnar því saman gamla liðinu til að vígbúast og koma upp um málið, sem virðist teygja sig langt inn í leyniþjónustuna, þar sem augljóst er að svikari er innan samtakanna, og er líf þeirra allra því í hættu.... minna

Aðalleikarar


Red er hávær og smá steikt á köflum en nær samt ekki að komast upp úr meðallagi. Margir frægir leikarar í henni, John Malkovich kemur skemmtilega á óvart og leikur aðal grínkarakterinn en Bruce Willis sem fer með aðalhlutverkið veldur smá vonbrigðum. Hann hefði átt að bera myndina uppi og hefði alveg getað það en hann virkar eitthvað svo slappur hér, ég veit ekki hvort að þetta sé handritinu að kenna. Red er stundum sniðug og ánægjuleg til áhorfs en svo koma líka slappir kaflar en í heild er atburðarrásin frekar spennandi og manni leiðist aldrei neitt mjög mikið. Það má sjá þessa mynd einu sinni og svona....jújú en hún er ekkert ómissandi. Tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skítsæmilegt leikaraflipp
Þegar maður pælir aðeins í því hvers konar mynd RED reynir að vera, og sérstaklega með hæfileikana sem eru hér við hendi, er erfitt að sætta sig við eitthvað annað en eðalfjör. Hún er svo sannarlega skemmtileg, en nær ekki beint þeim hæðum sem maður óskaði eftir. Kannski er það bara ég en mér leist eitthvað svo fjandi vel á þá tilhugsun að sameina nokkra bráðskemmtilega Hollywood-ellismella í kómíska hasarþvælu þar sem megnið af liðinu fær að skjóta annað fólk í spað. Þetta er kokteill sem er ekki síður girnilegri heldur en The Expendables var áður en maður sá hana. En þó svo að myndirnar séu gríðarlega ólíkar þá þjást þær í rauninni af sama vandamáli: Of mikið af fólki, alltof lítill skjátími til að þjóna þeim. Hins vegar setti Expendables sér mun einfaldari markmið og hún gaf manni nokkurn veginn það sem maður kom til að sjá. RED er aðeins öðruvísi týpa. Hún reynir að vera stöðugt fyndin, stöðugt töff og flippuð allan tímann. Hún stendur sig ekkert illa í þessu, en annað en heilalausa hasarmyndin þá er meiri fókus á söguþráð hérna og samskipti leikaranna skipta talsvert miklu og þar byrjar heildin að brotna í sundur.

Ég get léttilega kallað þetta skemmtilega bíómynd, en það er að mestu leyti útaf því að leikararnir gera hana skemmtilega, í staðinn fyrir handritið eða leikstjórnina. Það sést langar leiðir að allir sem fá almennilegt hlutverk hérna eru að njóta sín í botn. Jafnvel þeir sem fá varla neitt til að gera ná að kæta mann með nærveru sinni, en á sama tíma verður maður svekktur yfir því hversu vannýttir sumir eru. Þeir einu sem hirða sviðsljósið eru Bruce Willis, John Malkovich og Karl Urban. Allir þrír eru þrælskemmtilegir þótt Malkovich beri auðvitað af og skilji langmest eftir sig. Síðan fáum við Helen Mirren, Brian Cox, Morgan Freeman, Mary-Louise Parker og Richard Dreyfuss en þó aðeins í skömmtum. Þau eru öll góð hér á skjánum og lífga mikið upp á óspennandi atburðarás, en það hefði alveg mátt skrifa stærri rullur fyrir sumar persónurnar. Freeman er t.a.m. frekar tilgangslaus og Parker fær minna og minna að gera því lengra sem líður á myndina. Myndin hafði hér góða möguleika á því að verða að einhvers konar bræðing af Ocean's 11 og The A-Team, en í staðinn fékk maður rétt svo smjörþefinn.

Tónninn er líka undarlega misjafn. Mér líkaði best við RED þegar hún tók sig ekki vitund alvarlega og sá sig sem eintóman farsa, en síðan dettur hún út í það að vera straightforward hasarþriller og þegar það einmitt gerist líður manni eins og eitthvað sé alls ekki að smella. Leikstjórinn Robert Schwentke má samt eiga það að vera furðu góður í að stýra hasarsenum og leika sér með myndavélina á svalan hátt. Þessu bjóst ég engan veginn við, miðað við hversu lágstemmdar fyrri myndir hans voru, allavega þessar amerísku – sá ekki hinar.

RED er ágæt vídeómynd sem fær þó bara þessi léttu meðmæli útaf leikurunum og stílnum. Fjörið var svosem alveg til staðar, en með meiri orku, markvissari tón og öflugra skemmtanagildi hefði þessi mynd getað orðið að fyrirtaks þvælu, frekar en að vera sönnun þess að gæðaleikarar geti skemmt sér saman í tökum og að sumt fólk eldist alveg óhugnanlega vel.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.05.2024

SciFi myndir í ár.

Atlas – 24. maí Þeir sem kjósa að vera heima þann 24. maí geta notið „Atlas“ á Netflix. Jennifer Lopez leikur vísindamann sem reynir að bjarga mannkyninu frá gervigreind, en verkefnið hennar fer úrskeiðis. [...

09.03.2024

Rústa táknmyndum æskunnar

Hrollvekjan Imaginary, sem komin er í bíó hér á Íslandi, fjallar um sakleysið sem felst í því að eiga ímyndaða vini, ímyndunarafl barna og tuskubangsann Chaunsey, sem breytist skyndilega úr saklausu leikfangi í eitthvað ...

14.02.2024

Fullt hús: Úr „Að duga eða drepast“ yfir í „Þetta reddast“ 

Tómas Valgeirsson skrifar: Lífið er soddan farsi, samspil og samansafn reddinga. Í skemmtibransanum er svona atburðarás oft kennd við það að hrista bara af sér hindranirnar og „halda áfram með sjóið,“ sa...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn