Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Moneyball 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. nóvember 2011

What are you really worth?

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 87
/100
Moneyball var tilnefnd til 6 Óskarsverðlauna, fyrir besta leik í aðalhlutverki karla (Brad Pitt), besta leik í aukahlutverki karla (Jonah Hill), sem besta mynd ársins, fyrir besta handrit, bestu klippingu og bestu hljóðblöndun.

Billy Beane, framkvæmdastjóri hafnaboltaliðsins Oakland A, á við það vandamál að stríða að honum er sniðinn afar þröngur stakkur þegar kemur að því að borga leikmönnum laun. Ef hann ætlar einhverntímann að vinna meistaratitilinn, þá verður Billy að finna leið til að láta liðið hans skara fram úr. Þegar hann notar tölfræði til að greina og... Lesa meira

Billy Beane, framkvæmdastjóri hafnaboltaliðsins Oakland A, á við það vandamál að stríða að honum er sniðinn afar þröngur stakkur þegar kemur að því að borga leikmönnum laun. Ef hann ætlar einhverntímann að vinna meistaratitilinn, þá verður Billy að finna leið til að láta liðið hans skara fram úr. Þegar hann notar tölfræði til að greina og meta hvaða leikmenn hann velur í liðið, snýr hann hafnaboltaheiminum á annan endann. ... minna

Aðalleikarar

Óaðfinnanleg og óhefðbundin íþróttamynd
Í rauninni séð er Moneyball afar týpísk saga um „underdog“ lið þegar sagan er skoðuð. Hins vegar byrjar myndin í öðrum stíl (á toppinum þannig séð) og sagan fylgir létt frábrugðnum reglum svona mynda. Brad Pitt stendur sig með prýði og sýnir enn eitt sinn að hann er fremstur í sínum flokki. Hlutverkið fær hann ekki til að sýna albestu frammistöðu sína en Pittinn er helvíti öflugur. Í raun eru allir sem koma nálægt leikarahópnum ótrúlegir og Jonah Hill sker sig vel upp úr sem tölvusnillingurinn, Peter Brandt. Philip Seymour Hoffman notar skjátímann sem hann fær vel enda er hann nokkuð stuttur.

Það er langt síðan ég hef skemmt svona vel yfir mynd sem byggist nánast bara á samtölum og Social Network er sú mynd sem ég hugsa helst um. Enda er þetta sami handritshöfundur, Aaron Sorkin (sniiillingur!) sem pennar báðar myndirnar. Social er að vísu aðeins betri mynd en Moneyball er ekki eins langt frá og maður myndi halda. Flæðið myndarinnar er svo áreynslulaust og ég komst aldrei nálægt því að leiðast á meðan myndinni stóð.

Moneyball er klárlega ein af bestu myndum ársins og það er alltaf hressandi að sjá vel meðhöndlaðar klisjumyndir. Þessi styður sig samt ekki eingöngu á klisjur og heldur sér vel frá þeim, miðað við efnið. Sagan var skemmtileg og umbúðirnar yndislegar!

Kvikmyndatakan er ekkert nema gull og það kom mér ekki á óvart að sjá nafn Wally Pfister (fastagestur Chris Nolan) í kreditlistanum enda er kvikmyndatakan virkilega frábær. Þetta ár hefur verið gott fyrir kvikmyndatöku, eins sérviturt og það hljómar.

Ég mæli eindregið með þessari mynd hvort þú hafir áhuga á hafnabolta eða ekki (ég þoli hann ekki) enda ekkert nema sígilt verk með klassanöfnum hér á ferð. Hill á góðan leik og ég trúi núna alveg á hann sem leikari, ekki feita gaurinn sem maður hlægjir með/að í grínmyndum. Algjört meistaraverk, þessi. Óaðfinnanlegt útlit, frábærir leikarar og vel samin tónlist gera Moneyball að eftirminnilegri bíóferð.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn