Cocktail
1988
They thought he was good, they were wrong... he was the best
104 MÍNEnska
9% Critics 12
/100 Eftir að hann hættir í hernum þá reynir Brian Flanagan að fá sér starf við markaðsmál í New York. En þegar maður er ekki með háskólapróf, þá fær maður enga vinnu. Hann ákveður þá að byrja í háskóla til að reyna að fá gráðu í viðskiptafræði og fær sér síðan aukavinnu með náminu sem barþjónn. Hann kemst að því að það er ekki eins... Lesa meira
Eftir að hann hættir í hernum þá reynir Brian Flanagan að fá sér starf við markaðsmál í New York. En þegar maður er ekki með háskólapróf, þá fær maður enga vinnu. Hann ákveður þá að byrja í háskóla til að reyna að fá gráðu í viðskiptafræði og fær sér síðan aukavinnu með náminu sem barþjónn. Hann kemst að því að það er ekki eins auðvelt og hann hélt að vera barþjónn, en þegar nýr yfirmaður hans, Douglas Coughlin kennir honum leyndarmál fagsins þá verða þeir frægasta barþjónaparið í borginni. Bæði Brian og Doug Coughlin dreymir um að eignast sína eigin hanastélsbari í framtíðinni og Brian´s hanastélsbar á að kallast Cocktails and Dreams. Til að eiga fyrir öllu saman ræður Brian sig á flottan hanastélsbar á ferðamannastaðnum Tiki Bar, og fær vel borgað. Þar hittir hann Jordan Mooney, unga og fallega konu frá New York, sem er þarna í sumarfríi. Þau verða ástfangin, en Brian tekur áskorun frá félaga sínum Doug um að sofa hjá eldri og auðugri konu, sem einnig gistir á hótelinu. Jordan, sem sjálf á auðuga foreldra, fer í skyndi af hótelinu eftir að hún sér Brian með hinni konunni. Mun hún geta fyrirgefið Brian og munu þau ná að hittast á ný? ... minna