Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

21 Jump Street 2012

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. apríl 2012

They´re Too old for this Shift

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Lögreglumennirnir Jenkos og Schmidts eru gamlir skólafélagar og elduðu saman grátt silfur í gamla daga en ákváðu síðan að snúa saman bökum í lögregluskólanum. Þeirra fyrsta skylduverkefni snýst um að halda uppi lögum og reglu í friðsömum almenningsgarði þar sem lítil hætta er á að eitthvað misjafnt gerist. Þeim tekst þó með miklum vilja að... Lesa meira

Lögreglumennirnir Jenkos og Schmidts eru gamlir skólafélagar og elduðu saman grátt silfur í gamla daga en ákváðu síðan að snúa saman bökum í lögregluskólanum. Þeirra fyrsta skylduverkefni snýst um að halda uppi lögum og reglu í friðsömum almenningsgarði þar sem lítil hætta er á að eitthvað misjafnt gerist. Þeim tekst þó með miklum vilja að handsama þar afbrotamann en gera það af slíkum klaufaskap að honum er sleppt rakleiðis aftur út í samfélagið. Í kjölfarið fá þeir Jenko og Schmidt annað verkefni. Þar sem þeir líta út eins og skólastrákar er ákveðið að senda þá í dulargervi inn í framhaldsskóla einn þar sem allt virðist löðrandi í fíkniefnum. Verkefni félaganna felst í að finna uppsprettu þessara fíkniefna og höfuðpaurinn í leiðinni. Eins og áður ferst þeim kumpánum þetta verkefni sérlega illa úr hendi til að byrja með en hver veit nema þeir eigi eftir að taka sig á?... minna

Aðalleikarar

Handrit

Mynd sem ég mun sjá aftur, og aftur, og aftur
Fólk ætti alls ekki að líta á þessa mynd sem endurgerð af samnefndu þáttunum, myndin er frekar að gera grín að þeim og konseptinu í kringum þá sem er margfalt sniðugari og fyndnari aðferð. Myndin heldur sig kannski vel við formúlur en nær samt að vera fersk á mörgum sviðum. Tónlistarval og notkun er geðveik og spilar myndin mikið með klippingu (ekki oft samt) sem er ekki algengt í grínmyndum. Svo kemur það að mikilvægasta, er myndin fyndin. Ég get alveg sagt að ég hafi ekki hlegið svona mikið síðan að Other Guys kom út. Húmorinn í báðum myndum er jafn góður, en það er mun styttra milli djóka í þessari.

Jonah Hill og Channing Tatum eru tvíeyki aldarinnar og atriðin með þeim báðum eru þau fyndnustu í myndinni þótt þeir standa sig líka vel í sitthvoru lagi. Það er næstum aldrei dauður punktur húmorslega séð nema fyrir örfá persónumóment sem virka og eru alveg jafn góð og önnur atriði. Ég elska líka hvað myndin er drullufljótt að koma sér að efninu og sömuleiðis að enda um leið og allt klárast í stað þess að teygjast út.

Aukaleikarar eru líka góðir og „illmennin“ öll skemmtilega öðruvísi sem hæfir nútímanum. Sumir hafa reyndar mjög lítið að gera, t.d. kennarar, en Rob Riggle (10 ára „maðurinn“ úr The Goods) var frábær og átti eitt af mínum uppáhaldsatriðum sem tengist Pétri Pan þrátt fyrir að vera bara með 2,3 línur þar. Myndin gerir grín að miklu sem telst staðlað og formúlukennt (eltingarleikurinn!!) og gerir það með stæl.

Ég mæli klárlega með þessari mynd enda ekkert nema non-stop grín og fínasti hasarinn. Jonah Hill er á góðu róli í fjölbreyttum myndum og ég vona bara að Tatum fái meira að gera í grínbransanum enda er hann snillingur hérna. Það er lítið sem ég get sett út á en það segir sig sjálft að þetta er ekkert meistaraverk, bara skemmtun eins góð og hún gerist.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn