Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mynd sem ég mun sjá aftur, og aftur, og aftur
Fólk ætti alls ekki að líta á þessa mynd sem endurgerð af samnefndu þáttunum, myndin er frekar að gera grín að þeim og konseptinu í kringum þá sem er margfalt sniðugari og fyndnari aðferð. Myndin heldur sig kannski vel við formúlur en nær samt að vera fersk á mörgum sviðum. Tónlistarval og notkun er geðveik og spilar myndin mikið með klippingu (ekki oft samt) sem er ekki algengt í grínmyndum. Svo kemur það að mikilvægasta, er myndin fyndin. Ég get alveg sagt að ég hafi ekki hlegið svona mikið síðan að Other Guys kom út. Húmorinn í báðum myndum er jafn góður, en það er mun styttra milli djóka í þessari.
Jonah Hill og Channing Tatum eru tvíeyki aldarinnar og atriðin með þeim báðum eru þau fyndnustu í myndinni þótt þeir standa sig líka vel í sitthvoru lagi. Það er næstum aldrei dauður punktur húmorslega séð nema fyrir örfá persónumóment sem virka og eru alveg jafn góð og önnur atriði. Ég elska líka hvað myndin er drullufljótt að koma sér að efninu og sömuleiðis að enda um leið og allt klárast í stað þess að teygjast út.
Aukaleikarar eru líka góðir og „illmennin“ öll skemmtilega öðruvísi sem hæfir nútímanum. Sumir hafa reyndar mjög lítið að gera, t.d. kennarar, en Rob Riggle (10 ára „maðurinn“ úr The Goods) var frábær og átti eitt af mínum uppáhaldsatriðum sem tengist Pétri Pan þrátt fyrir að vera bara með 2,3 línur þar. Myndin gerir grín að miklu sem telst staðlað og formúlukennt (eltingarleikurinn!!) og gerir það með stæl.
Ég mæli klárlega með þessari mynd enda ekkert nema non-stop grín og fínasti hasarinn. Jonah Hill er á góðu róli í fjölbreyttum myndum og ég vona bara að Tatum fái meira að gera í grínbransanum enda er hann snillingur hérna. Það er lítið sem ég get sett út á en það segir sig sjálft að þetta er ekkert meistaraverk, bara skemmtun eins góð og hún gerist.
8/10
Fólk ætti alls ekki að líta á þessa mynd sem endurgerð af samnefndu þáttunum, myndin er frekar að gera grín að þeim og konseptinu í kringum þá sem er margfalt sniðugari og fyndnari aðferð. Myndin heldur sig kannski vel við formúlur en nær samt að vera fersk á mörgum sviðum. Tónlistarval og notkun er geðveik og spilar myndin mikið með klippingu (ekki oft samt) sem er ekki algengt í grínmyndum. Svo kemur það að mikilvægasta, er myndin fyndin. Ég get alveg sagt að ég hafi ekki hlegið svona mikið síðan að Other Guys kom út. Húmorinn í báðum myndum er jafn góður, en það er mun styttra milli djóka í þessari.
Jonah Hill og Channing Tatum eru tvíeyki aldarinnar og atriðin með þeim báðum eru þau fyndnustu í myndinni þótt þeir standa sig líka vel í sitthvoru lagi. Það er næstum aldrei dauður punktur húmorslega séð nema fyrir örfá persónumóment sem virka og eru alveg jafn góð og önnur atriði. Ég elska líka hvað myndin er drullufljótt að koma sér að efninu og sömuleiðis að enda um leið og allt klárast í stað þess að teygjast út.
Aukaleikarar eru líka góðir og „illmennin“ öll skemmtilega öðruvísi sem hæfir nútímanum. Sumir hafa reyndar mjög lítið að gera, t.d. kennarar, en Rob Riggle (10 ára „maðurinn“ úr The Goods) var frábær og átti eitt af mínum uppáhaldsatriðum sem tengist Pétri Pan þrátt fyrir að vera bara með 2,3 línur þar. Myndin gerir grín að miklu sem telst staðlað og formúlukennt (eltingarleikurinn!!) og gerir það með stæl.
Ég mæli klárlega með þessari mynd enda ekkert nema non-stop grín og fínasti hasarinn. Jonah Hill er á góðu róli í fjölbreyttum myndum og ég vona bara að Tatum fái meira að gera í grínbransanum enda er hann snillingur hérna. Það er lítið sem ég get sett út á en það segir sig sjálft að þetta er ekkert meistaraverk, bara skemmtun eins góð og hún gerist.
8/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
18. apríl 2012
Útgefin:
23. ágúst 2012
Bluray:
23. ágúst 2012