Aðalleikarar
Leikstjórn
Það besta úr þessum heimi síðan Shrek 2
Teiknimyndirnar frá DreamWorks hafa nær alltaf verið misgóðar síðan fyrirtækið byrjaði. Það byrjaði reyndar vel með myndum á borð við fyrstu tvær Shrek myndirnar, The Prince Of Egypt og Antz en eftir að að tölvuteiknimyndir urðu fleiri lækkuðu gæði myndanna þeirra. Það kom reyndar stöku sinnum góðar myndir en þær voru færri heldur en myndirnar sem gleymdust fljótt. Síðan 2010 hafa þeir hinsvegar verið að bæta sig, með myndum á borð við How To Train Your Dragon (sem er án efa með bestu myndum þeirra), Megamind, Kung Fu Panda 2 og núna, Puss In Boots. Puss In Boots er ekki eins góð og fyrstu tvær Shrek myndirnar en munurinn er samt sem betur fer minni heldur en munurinn á henni og Shrek 3 og 4.
Þegar ég frétti af þessari mynd var ég frekar óviss um hvort ég ætti að hafa fyrir því að sjá hana. Shrek 3 og 4 voru báðar talsvert verri heldur en fyrirrennarar þeirra (þó 4. var fín bæting). En eftir að Kung Fu Panda 2 kom út (sem er svipuð góð og Puss In Boots) þá fór efi minn að DW geta ekki lengur gert góða framhaldsmynd að dvína, sem hefur minnkað ennþá meira eftir að ég sá myndina.
DW virðast líka vera að byrja að minnka pop-culture tilvísanir, dans-endana og húmorinn er hlutfallslega betri en hann hefur verið síðustu ár. Shrek 4 og Megamind höfðu reyndar flest einkenni sem hin hefðbundna DW mynd hefur, en með hinum nýju myndunum þeirra þá virðast þeir ekki kvarta yfir því, enda voru þær allar betur teknar heldur en hinar tvær.
Mestu tilvísanirnar sem ég sá í þessar mynd var mest allt eitthvað úr klassískum sögum (sem Shrek myndirnar hafa alltaf gert) en annars voru þær sparaðar og komu frekar vel út. Ég held að sú besta var þegar Humpty Dumtpy sagði reglurnar við Puss. Annars er myndin hnyttin, fyndin, inniheldur fínan hasar og besta útlit DW fyrir utan HTTYD. Þrívíddin var líka ekkert til að kvarta yfir, enda virðast dýrstu tölvuteiknimyndirnar vita hvernig á að nota þrívíddina á góðan hátt. Útlitið yfir heildina er gott en þegar þau leggja af stað upp baunagrasið (já, Jói og Baunagrasið er aðalsöguþráður myndarinnar) þá fær það virkilega að njóta sín.
Annað vandamál sem ég hélt að þessi mynd mundi þjást af er að þetta er spin-off með aukakarakter. Jafnvel þótt aukakarakter er skemmtilegur og eftirminnilegur þýðir það ekki að hann geti haldið heilli mynd uppi, en sem betur fer nær þessi mynd þessu vel. Puss heldur myndinni betur uppi heldur en Shrek gerði í 3. og 4. myndinni. Hinir karakterarnir eru líka frekar skemmtilegir. Antonio Banderas passar ennþá jafnvel fyrir þennan karakter og aðrir raddleikarar standa sig líka vel. Má þar nefna Salma Hayek, Billy Bob Thornton og Zach Galifianakis. Puss og karakterinn hennar Hayek ná líka vel saman, þó sambandið inniheldur fullt af klisjum.
Næsta málsgrein inniheldur spoilera úr myndinni.
Þriðji hluti myndarinnar inniheldur samt því miður nokkra handritsgalla. Hvöt Humpty Dumpty hefði mátt vera sögð betur og þróunin hans er of fljót að mínu mati. Síðan fatta ég engan veginn hvað gerðist fyrir hann í endanum. Hann dettur niður af brú, brotnar og maður sér að hann var út gulli. Jafnvel fyrir mynd um talandi egg er þetta sérstakt.
Puss In Boots og Kung Fu Panda 2 eru svipað góðar og báðar sýna betri hlið DW. Hvorugar eru eins góðar og How To Train Your Dragon (sem var með 15 bestu myndum 2010) en hvorug er á einhvern hátt slöpp eða miðjumoð
7/10
PS: Takið eftir hvað hjónin sem eiga baunirnar heita. Myndin hefði ekki getað komið á réttari tíma.
Teiknimyndirnar frá DreamWorks hafa nær alltaf verið misgóðar síðan fyrirtækið byrjaði. Það byrjaði reyndar vel með myndum á borð við fyrstu tvær Shrek myndirnar, The Prince Of Egypt og Antz en eftir að að tölvuteiknimyndir urðu fleiri lækkuðu gæði myndanna þeirra. Það kom reyndar stöku sinnum góðar myndir en þær voru færri heldur en myndirnar sem gleymdust fljótt. Síðan 2010 hafa þeir hinsvegar verið að bæta sig, með myndum á borð við How To Train Your Dragon (sem er án efa með bestu myndum þeirra), Megamind, Kung Fu Panda 2 og núna, Puss In Boots. Puss In Boots er ekki eins góð og fyrstu tvær Shrek myndirnar en munurinn er samt sem betur fer minni heldur en munurinn á henni og Shrek 3 og 4.
Þegar ég frétti af þessari mynd var ég frekar óviss um hvort ég ætti að hafa fyrir því að sjá hana. Shrek 3 og 4 voru báðar talsvert verri heldur en fyrirrennarar þeirra (þó 4. var fín bæting). En eftir að Kung Fu Panda 2 kom út (sem er svipuð góð og Puss In Boots) þá fór efi minn að DW geta ekki lengur gert góða framhaldsmynd að dvína, sem hefur minnkað ennþá meira eftir að ég sá myndina.
DW virðast líka vera að byrja að minnka pop-culture tilvísanir, dans-endana og húmorinn er hlutfallslega betri en hann hefur verið síðustu ár. Shrek 4 og Megamind höfðu reyndar flest einkenni sem hin hefðbundna DW mynd hefur, en með hinum nýju myndunum þeirra þá virðast þeir ekki kvarta yfir því, enda voru þær allar betur teknar heldur en hinar tvær.
Mestu tilvísanirnar sem ég sá í þessar mynd var mest allt eitthvað úr klassískum sögum (sem Shrek myndirnar hafa alltaf gert) en annars voru þær sparaðar og komu frekar vel út. Ég held að sú besta var þegar Humpty Dumtpy sagði reglurnar við Puss. Annars er myndin hnyttin, fyndin, inniheldur fínan hasar og besta útlit DW fyrir utan HTTYD. Þrívíddin var líka ekkert til að kvarta yfir, enda virðast dýrstu tölvuteiknimyndirnar vita hvernig á að nota þrívíddina á góðan hátt. Útlitið yfir heildina er gott en þegar þau leggja af stað upp baunagrasið (já, Jói og Baunagrasið er aðalsöguþráður myndarinnar) þá fær það virkilega að njóta sín.
Annað vandamál sem ég hélt að þessi mynd mundi þjást af er að þetta er spin-off með aukakarakter. Jafnvel þótt aukakarakter er skemmtilegur og eftirminnilegur þýðir það ekki að hann geti haldið heilli mynd uppi, en sem betur fer nær þessi mynd þessu vel. Puss heldur myndinni betur uppi heldur en Shrek gerði í 3. og 4. myndinni. Hinir karakterarnir eru líka frekar skemmtilegir. Antonio Banderas passar ennþá jafnvel fyrir þennan karakter og aðrir raddleikarar standa sig líka vel. Má þar nefna Salma Hayek, Billy Bob Thornton og Zach Galifianakis. Puss og karakterinn hennar Hayek ná líka vel saman, þó sambandið inniheldur fullt af klisjum.
Næsta málsgrein inniheldur spoilera úr myndinni.
Þriðji hluti myndarinnar inniheldur samt því miður nokkra handritsgalla. Hvöt Humpty Dumpty hefði mátt vera sögð betur og þróunin hans er of fljót að mínu mati. Síðan fatta ég engan veginn hvað gerðist fyrir hann í endanum. Hann dettur niður af brú, brotnar og maður sér að hann var út gulli. Jafnvel fyrir mynd um talandi egg er þetta sérstakt.
Puss In Boots og Kung Fu Panda 2 eru svipað góðar og báðar sýna betri hlið DW. Hvorugar eru eins góðar og How To Train Your Dragon (sem var með 15 bestu myndum 2010) en hvorug er á einhvern hátt slöpp eða miðjumoð
7/10
PS: Takið eftir hvað hjónin sem eiga baunirnar heita. Myndin hefði ekki getað komið á réttari tíma.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Andrew Adamson, Brian Lynch, Tom Wheeler
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
9. desember 2011
Útgefin:
4. apríl 2012
Bluray:
4. apríl 2012