Náðu í appið
Öllum leyfð

The Green Wave 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. nóvember 2011

80 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 67
/100
The Youth Jury Award – FIFDH Genève 2011 Best Director Award One World Prague 2011 The Václav Havel Jury Special Award One World Prague 2011 Student’s Choice Award – Movies that Matter Festival 2011.

Blogg-umræður og twitter-færslur frá Íran eru grunnurinn að þessari upplýsandi og á köflum átakanlegu kvikmynd í teiknimyndastíl sem sýnir Grænu byltinguna árið 2009 í Íran. Í maímánuði eru íbúar landsins enn sannfærðir um að samfélagsumbætur séu á næsta leiti en þegar Ahmadinejad „vinnur“ kosningarnar tekur kúgun aftur völdin. Kosningadagurinn... Lesa meira

Blogg-umræður og twitter-færslur frá Íran eru grunnurinn að þessari upplýsandi og á köflum átakanlegu kvikmynd í teiknimyndastíl sem sýnir Grænu byltinguna árið 2009 í Íran. Í maímánuði eru íbúar landsins enn sannfærðir um að samfélagsumbætur séu á næsta leiti en þegar Ahmadinejad „vinnur“ kosningarnar tekur kúgun aftur völdin. Kosningadagurinn í Íran í júní 2009 varð að einum allsherjar blekkingarleik: kjörseðlar glötuðust og kjörstöðum var lokað. Þetta varð upphafið að myrku tímabili í sögu Írans. Forsetaframbjóðandinn Mousavi var settur í stofufangelsi, Ahmadinejad hrifsaði til sín völdin og byssukúlum rigndi yfir mótmælendur. Þúsundir flykktust út á götur í Íran til að mótmæla kosningasvindli undir kjörorðunum „Hvað varð um atkvæði mitt?“ en mótmælunum var mætt af mikilli harðýðgi. Hin 26 ára gamla Neda Soltan lét lífið þegar hún mótmælti með þúsundum annarra í Teheran og varð fyrir tilefnislausri árás af hendi öryggissveita. Dramatískt myndskeið náðist af atvikinu. Námsmanni er kastað í dimma dýflissu þar sem hann sætir harðræði ásamt samföngum sínum og sumir lifa fangavistina ekki af. Ung kona rifjar upp daginn sem hún var leyst úr haldi: „Mér var sleppt úr litlu fangelsi en ég varð fangi í öðru miklu stærra: Íran.“... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.10.2011

Amnesty International stendur fyrir kvikmyndaveislu

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Amnesty International á Íslandi. Amnesty International, í samstarfi við Bíó Paradís, stendur fyrir kvikmyndadögum dagana 3.-13. nóvember næstkomandi. Áhorfendum kvikmyndadaga er boðið ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn