Aðalleikarar
Leikstjórn
Mér fannst sphere alveg ágætlega góð og það kom mér bara á óvart hvernig myndin þróaðist. Mjög góðir leikarar en mér fannst samt helsti galli myndarinnar vera að myndin var heldur langdreginn, endirinn ekkert sérstakur. Þannig 3 stjörnur, mæli með henni.
Ég varð því miður fyrir varð ég fyrir miklum vonbrigðum, myndin er minnir mig alveg ofboðslega á event horizon nema bara ekki alveg eins ógeðsleg.
Myndin er mjög vel leikinn eins og maður má búast frá snilldar leikurum.
Söguþráðurinn er minnir mann á event horizon ef þið hafið séð báðar myndinar þá vitið þið hvað ég á við.
Það er allt í lagi að sjá hana svona einu sinni bara ekki búast við of miklu.
Hreint óskiljanlegt að þessi valinkunni hópur leikara skildi láta plata sig út í þessa vitleysu. Þrátt fyrir að grunnhugmyndin sé góð er að mínu mati ekki nógu vel unnið úr og myndin verður fyrir vikið hálfvitlaus, nett sundurlaus, og það sem verst er, hundleiðinleg. Bendi áhugasömum bara á bókina, hún er skárri.
Þessi mynd er mjög góð með ótrúlega góðum leikurum, með ótrúlega góða leikhæfileika, eins og í þessari mynd. Svona nokkuð spooky mynd, en ég fíla spooky myndir, þannig að ég gef henni 4 stjörnur.
Brillíant mynd með frábærum leikurum. Ég fíla bara svona vísindaskáldsögur í botn. Þess vegna mæli ég eindregið með þessari mynd. Plús það að hún er eftir Michael "Kræton" (framburður) sakar ekki, því margar myndir sem hafa verið gerðar eftir sögum hans eru mjög góðar, t.d. Rising Sun, Congo og Jurrasic Park.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Paul Attanasio, Kurt Wimmer, Stephen Hauser
Framleiðandi
Warner Home Video
Kostaði
$80.000.000
Tekjur
$37.020.277
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
3. apríl 1998
VHS:
19. október 1998