Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Sæmilegasta gamanmynd um einhleypa karlmenn og leitina að hinni einu sönnu ást. Mjög súrrealísk sem eiginlega hæfir ekki Steve Martin nógu vel. Öðruvísi húmor til að mynda kaldhæðnislegur hæfir honum mun betur. Afar hugljúf mynd en Því miður er seinni helmingurinn frekar þunnur miðað við hvað myndin fer skemmtilega og forvitnilega af stað. Og endirinn er hrikalega fyrirsjáanlegur. En það má alveg horfa á þessa mynd það er margt gott við hana og hún hangir svona í miðjumoðinu.
Steve Martin leikur Larry Hubbard sem er einmana náungi. Myndin er aðallega stór brandari um hvað menn er vonlausir einir og sér. Charles Grodin er frábær sem besti vinur hans sem hefur reynsluna af því að vera einmana og kennir honum hvernig á að lifa af. Takið eftir brandaranum sem var síðan stolið í Waynes World 2.