Náðu í appið
Unbroken

Unbroken (2014)

"The Unbelievable True Story"

2 klst 17 mín2014

Sönn saga langhlauparans Louis Zamperini sem keppti á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 og gekk síðan í bandaríska flugherinn þar sem hans biðu raunir sem...

Rotten Tomatoes53%
Metacritic59
Deila:
Unbroken - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Streymi
Netflix
Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Sönn saga langhlauparans Louis Zamperini sem keppti á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 og gekk síðan í bandaríska flugherinn þar sem hans biðu raunir sem hefðu gert út af við flesta aðra menn. Zamperini var einn af ellefu manna áhöfn B-24 sprengjuvélar sem hrapaði í sjóinn suður af Hawaii eftir vélarbilun. Átta manns létust strax við höggið en Louis lifði af ásamt tveimur félögum sínum og við tók 47 daga barátta á litlum björgunarbát sem kostaði annan af félögum hans lífið á 33. degi. Þeim tveimur sem eftir lifðu var síðan bjargað um borð í japanskt herskip nær dauða en lífi, en þá tók lítið betra við enda var Louis sendur í stríðsfangabúðir þar sem hann þurfti að sæta miklu harðræði af hendi fangavarða sinna í rúmlega tvö ár ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Legendary PicturesUS
Jolie PasUS
3 Arts EntertainmentUS

Verðlaun

🏆

Unbroken hefur hlotið margvísleg verðlaun og var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna, fyrir kvikmyndatökuna, hljóðblöndun og hljóðklippingu.