Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ein besta gamanmynd sem ég man eftir vil tak fram GAMANMYND.
Myndin hefur virkilegt Tim Burton adrúmsloft og svo lítið lík hans eldri verkum
fyrir 2000.
Svo leika stórstjörnurnar Bruce Willis,Goldie Hawn og Meryl Streep í henni.
Bíddu aðeins Willis,Hawn,Streep í mynd sem minnir mann á Tim Burton?
Hlítur að vera góð mynd?
Svarið er Já.
Hún er ein besta gamanmynd og skemmtun sem ég veit um fyrir utan Charlie and the chocolate factory.
Hún fjallar um vinkonur sem hata hvor aðra Helen(held ég)og Madalene.
Helen baktalar Madalene rosalega en Madalene sefur hjá nær öllum mönnum sem Helen er með viljandi.
Svo þegar Helen giftist lýtalækni(Willis)þá neiðist hún til að láta hann hitta Madeline sem auðvitað stelur honum og þau giftast.
Helen verður þá þunglynd og fitnar um 150 kíló(ekki grín)og svo eftir 8ár er dífan Madalene sem er Hollywood stjarna er farin að eldast og er kominn með hjámann sem er líka lýtalæknir en hún er orðin svolítið ljót en hann heldur framhjá henni(að mig minnir)og hún fer þá til einhverjar konu(Isabella Rosselini)sem er rosalega rík og býr í húsi sem er ekki mjög ólíkt herragarði Bruce Waynes sem lætur Madeline fá meðal sem gerir hana unglega og ummm....ódauðlega......má ekki segja meira þið verðið að sjá hana aðdáendur Tim Burtons og þeir sem fíla svona dark gamanmyndir hún er rosalegaa góð skemmtun og hin besta afþreying.
Death becomes her er grínmynd frá 1992 með Bruce Willis, Meryl Streep og Goldie Hawn. Hawn og Streep eru búnar að hata hvor aðra í laumi í fleirri ár og Hawn var að plana að drepa Streep. Þær uppgötva báðar eilífa æsku og lenda í geðveikum vandræðum eftir það. Ég veit ekki alveg hvað mér fannst um þessa mynd. Það var svo sem fínt að horfa á hana en eftir á að hyggja var ekkert varið í hana.
Stórfín mynd hvar rauði þráðurinn er helsti draumur(eða kannski martröð öllu heldur)margra nefnilega ódauðleiki en þó þannig ódauðleiki að maður er samt ekki ósæranlegur, hljómar nú ekkert sérstaklega vel....hmmm? Þau eru þrjú sem fara með stærstu hlutverkin;Bruce Willis,Goldie Hawn og Meryl Streep. Willis er mjög mistækur leikari, hefur leikið í mörgum lélegum myndum í gegnum tíðina og líka í mörgum góðum og fellur þessi tvímælalaust í seinni flokkinn. Hawn er ein af mínum uppáhaldsleikkonum og var ég bara mjög ánægður með frammistöðuna hennar hér(takið eftir því þegar hún vitnar óbeint í Back to the future, nefnilega dagsetningin 26.okt 1985). Hins vegar er Streep eitthvað svo leiðinleg og óþolandi að ég gef myndinni þrjár stjörnur en ekki þrjár og hálfa sem annars væri nær lagi ef að einhver önnur hefði verið ráðin í hlutverk Madeline Ashton. En í heild er Death becomes her þrælfín mynd sem allir ættu að sjá. Svo vekur hún mann til umhugsunar eftir á og tel ég það alltaf kost....
Death Becomes Her er ein besta, svartasta og fyndnasta grínmynd síðari ára, mynd sem fjallar um afbrýði, græðgi, kynlíf, fegurð, líf og dauða og tekur ekkert alvarlega. Frá opnunaratriðinu - Meryl Streep sem hin hræðilega B-leikkona Madeline Ashton leikur í ömurlegri söngútfærslu á Sweet Bird of Youth, Songbird - og til lokaatriðsins heldur myndin góðum dampi, þökk sé leikurunum og hinum frábæra Robert Zemeckis sem leikstýrir af stakri snilld. Myndin segir frá tveimur vinkonum, Madeline og Helen (Goldie Hawn) sem hafa átt svona love-hate samband í gegnum tíðina, sérstaklega vegna þess að Madeline hefur það fyrir venju að stela kærustum Helen og Helen baktalar Madeline án afláts. Dularfull kona (Isabella Rosselini) flækist inn í líf þeirra og með henni dularfullur drykkur sem gerir manneskjur ungar... og ódauðlegar. Þegar þessi mynd kom út árið 1992 var hún algjör frumkvöðull í tæknibrellum og vann hún óskarinn fyrir þær. Í dag eru brellurnar alveg jafn stórkostlegar þó þær yfirtaki ekki söguna eins og svo margar nútímamyndir gera. Gaman væri að sjá öll atriðin sem Zemeckis klippti út en einhverjir tugir mínútna hurfu í klippiherberginu vegna lengdar og hraða. Myndin er samt sem áður frábær og algjört must fyrir aðdáendur svartra kómedía.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$55.000.000
Tekjur
$149.022.650
Aldur USA:
PG-13