Náðu í appið
Grimsby

Grimsby (2015)

The Brothers Grimsby

"One secret agent. One complete idiot."

1 klst 23 mín2015

Myndin segir frá munaðarlausu bræðrunum Norman og Sebastian sem þurftu að þola sáran aðskilnað í æsku þegar þeir voru ættleiddir hvor á sitt heimilið.

Rotten Tomatoes37%
Metacritic44
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Myndin segir frá munaðarlausu bræðrunum Norman og Sebastian sem þurftu að þola sáran aðskilnað í æsku þegar þeir voru ættleiddir hvor á sitt heimilið. 28 árum síðar er Norman hamingjusamlega kvæntur fegurstu stúlkunni í Norður-Englandi, á með henni níu börn og er gallharður stuðningsmaður sinna manna í fótbolta og öðrum íþróttum. Það eina sem vantar til að gera líf hans fullkomið er hinn löngu týndi bróðir, Sebastian, sem á meðan hefur fetað allt aðrar brautir og er nú orðinn þrautþjálfaður starfsmaður MI6-leyniþjónustunnar. Þar tekur hann m.a. að sér að losa veröldina endanlega við alls konar glæpamenn og hyski þeirra. Þegar þeir Norman og Sebastian hittast loksins á ný við heldur sérstakar aðstæður hefst nýr kafli í lífi þeirra beggja sem sannar hið fornkveðna að ber er hver að baki nema sér bróður eigi - nema bróðirinn sé Norman.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Columbia PicturesUS
LStar CapitalUS
Village Roadshow PicturesUS
Working Title FilmsGB
Big Talk StudiosGB
Four by Two FilmsUS