Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ef þú ætlar að fara á þessa kvikmynd í bíó til þess að dæma hana er það tímasóun því hún gæti reynst auðveld bráð.
En fyrir þá sem fýla Jason Statham þá er þetta frábært skemmtun, mjög flott atriði og það vantar svo sannarlega ekki húmorinn í þessa mynd.
Ég skemmti mér konunglega á henni og þú ættir að gera það líka.
Þessi mynd er rugl, bara eins gott að þessi mynd er djók því annars væri hún léleg tilraun til þess að gera Bourne eftirhermu (eða Bond). Satt að segja hef ég aldrei séð fyrri Transporter myndina og ég hefði aldrei séð Transporter 2 nema ég hefði fengið að fara á hana frítt, en ég verð að viðurkenna það að myndin kom mér á óvart að vissu leiti. Jason Statham samkvæmt myndinni er lifandi Guð sem getur allt, hann beygir þyngdaraflið, hann leikur sér með hröð farartæki eins og leikföng, lemur 30 fjandmenni í einu án þess að fá eina skrámu á sig. Transporter 2 er alls ekki mynd sem krefst mikil leiktilþrif, Jason Statham er nokkuð fyndinn sem þessi venjulegi svali bjargvættur, Matthew Modine er greinilega örvæntingafullur með ferilinn sinn, lá við að hann myndi segja ég var í Full Metal Jacket, munuð þið eftir mér?. Hasarinn skiptir mestu máli og hann var í miklum skömmtum, sama hve fáranlegur hann gat orðið, og það oft, þá komu þau atriði mínu litla innra barni að kæti og á þann hátt þá er Transporter 2 fátt nema samansafn af skemmtilegum bardagaatriðum og stundum nokkrar senur sem hjálpa sögunni af stað. Ég sé fyrir mér Transporter 3 þar sem Jason Statham býr til svarthol sem hann notar til þess að sigrast á illum fjandmönnum sem reyna að ná yfirráðum á allri vetrarbrautinni, en það er aðeins ég.
Já það má svosem segja það að þessi mynd sé full af klisjum og öllu því en slíkt er víst hægt að segja um Ansi Margar myndir. Persónulega var ég ofboðslega hrifin af henni og allir sem fíla svona þessar klassíku hasarmyndir með brjálæðsilegum bardaga atriðum og svaka áhættu senum með tilheyrandi skotgleði og glanna akstri og sprengingum og látum munu án efa verða hrifnir af Transporter 2. Myndin er jú lík fyrri myndinni að því leiti að þarna er sami karakterinn sem lendir í einhverjum vanda og verður að leysa málið eins og honum einum er lagið. Ég sé Jason Statham sem svona einhverskonar Jackie Chan bardagagaur og áhættuatriði blandað við James Bond stáltaugar og ofursvalur töffari (væri jafnvel alveg til í að sjá hann sem svona nútíma Bond). En allavega þetta er rosa hasar og læti og flott stunt og fighting með öllu tilheyrandi. Ekki svona mynd sem maður fer til að sjá og spá of mikið í.
Það má segja að maður hafi verið búinn að sjá myndina áður en maður fór á hana. tæknibrellur eru jafn risastórar og yfirþyrmandi og maður bjóst við. klisjukenndur söguþráður. leikarar eru ásættanlegir. mæli með þessari mynd fyrir fólk sem fíluðu fyrri myndina því þær eru eiginlega alveg eins
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$32.000.000
Tekjur
$89.083.229
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
14. október 2005