Náðu í appið
Now You See Me

Now You See Me (2013)

"Því meira sem þú sérð, því minna munt þú vita."

1 klst 55 mín2013

Hópur eitursnjallra töframanna fremur magnað bankarán í miðri sýningu og dreifir ránsfengnum til áhorfenda.

Rotten Tomatoes51%
Metacritic50
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Hópur eitursnjallra töframanna fremur magnað bankarán í miðri sýningu og dreifir ránsfengnum til áhorfenda. Hvernig var þetta gert? Þau Michael, Jack, Merritt og Henley eru töframenn sem hafa myndað töfragengið The Four Horsemen og sett á svið magnaða sýningu í Vegas sem fær áhorfendur til að standa á öndinni. Í lok atriðisins tilkynna þau agndofa áhorfendum að nú muni þau fremja bankarán í Evrópu og ekki nóg með það heldur ætla þau að láta áhorfendur njóta peningana sem skömmu síðar tekur hreinlega að rigna yfir salinn. FBI-lögreglumanninum Dylan Hobbs er falið að rannsaka málið en hann rekur sig strax á veggi því honum er gjörsamlega ómögulegt að skilja, og því síður sanna, hvernig fjórmenningarnir sem staddir voru í Las Vegas og fyrir allra augum gætu hafa framið bankarán á sama tíma í annarri heimsálfu. En hér er auðvitað ekki allt sem sýnist ...

Aðalleikarar

Vissir þú?

Spilagaldurinn í upphafi myndarinnar er gerður án nokkurra brellna og virkar í raunveruleikanum.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Summit EntertainmentUS
K/O Paper ProductsUS
SOIXAN7E QUIN5EFR
See Me LouisianaUS