Náðu í appið
Junior

Junior (1994)

"Nothing is inconceivable"

1 klst 49 mín1994

Dr.

Rotten Tomatoes37%
Metacritic59
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Dr. Alex Hesse, vísindamaður sem í félagi við Dr. Larry Arbogast hefur árum saman unnið að því að þróa Expectane, byltingarkennt nýtt lyf sem á að geta tryggt konum örugga og áhættulausa meðgöngu. En einmitt þegar þrautagöngunni er loks að ljúka og lokatilraunin ein er eftir segir lyfjaeftirlitið stopp og þá stöðvar háskólinn, sem vísindamennirnir vinna fyrir, fjárveitingarnar. Vonsviknir vísindamennirnir eru staðráðnir í að ljúka verkinu og reyna töframátt undralyfsins en án opinbers stuðnings er úr vöndu að ráða. Þeir stela frosnu eggi, frjóvga það og koma því fyrir þar sem engum ætti að geta dottið í hug að leita - í kviðarholi dr. Alex Hesse. Í ljós koma óvæntar og undursamlegar afleiðingar þessarar djörfu læknisfræðitilraunar því herra doktorinn verður óléttur og eftir því sem vömbin vex því tilfinninganæmari, hvatvísari og ástríðufyllri verður dr. Alex. Hann lætur tilfinningarnar ráða og engu tauti verður við hann komandi; hann ætlar að eignast þetta barn hvað sem tautar og raular. Meðgangan umbreytir auðvitað hinum virðulega og stífa Alex Hesse eins og hverri konu í hans sporum. Húðin mýkist og augun tindra en áhrif hormónasprengjunnar eru ekki aðeins líkamleg heldur einnig andleg. Ales verður yfirmáta hlýr, manneskjulegur og hömlulaus og grætur meira að segja yfir væmnum sjónvarpsauglýsingum. Útkoman verður nýr, allt annar og áreiðanlega betri maður. Og þetta ástand hefur áhrif á fleiri en Alex. Dr. Larry, kaldrifjaði og kaldhæðni kvensjúkdómalæknirinn, binst honum nánari böndum en nokkrum öðrum sjúklingi og uppgötvar leyndar og niðurbældar þrár og hvatir í eigin lífi og samskiptin við vinnufélagann Dr. Diana Reddin sem Alex hafði litið hýru auga en ekki viljað bindast til að draga ekki hugann frá starfsframanum komast á nýtt stig. Dr. Diana er á heimavelli í tilraunastofunni en síður í samskiptum utan hennar en meðganga Alex kann einnig að breyta því. Saman þarf þetta gengi auðvitað að kljást við ytri andstæðinga því að auðvitað er sannleikurinn um ástand dr. Alex Hesse feimnismál gagnvart yfirvöldum og háskólastjórnendum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Northern Lights EntertainmentUS
Universal PicturesUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lag í kvikmynd: "Look What Love Has Done".

Gagnrýni notenda (1)

Hvað var málið með allar þær myndir sem Ivan Reitman og Arnold Schwarzenegger voru að gera saman? Og því að gera aftur saman mynd, fyrst hinar voru ekkert spes? Twins var mjög miðlungs myn...