Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er klassískur vestri með mikilli spennu og byssum. Hinn Nafnlausi ætlar að finna strokufanga sem mikið af dollurum eru í fundarlaun. Í samstarfi sem gengur illa við annan morðingja bíður hann eftir fanganum í nokkuð vel víggirtum banka í El Paso. Í stað þess að drepa hann lenda þeir báðir í útistöðum við miskunnarlausasta kúreka í Villta Vestrinu. Góð tónlist og óvenjuleg leikstjórn gera myndina svona góða en hún mætti vera kannski aðeins meira spennandi.
Þvílíkt meistarastikki í leikstjórn Sergio Leone. For a few dollars more er frábær mynd, góður leikur hjá Clint Eastwood sem er mannveiðari í þessari mynd ásamt The old men eins og Clint kallaði hann, en the old men er leikinn af hinum skemmtilega Lee Van Cleef. Myndin fjallar um að þeir tveir félagar eru á eftir hinum miskunarlausa morðingja Indio sem leikinn er af Gian Maria Volonte, en hann er virði 10 þúsund dollara, Lee van Cleef vill ekki ná honum vegna peninga heldur vegna persónulegra ástæðna. Tónlistin er snilld en það er Enno Morricone sem semur hana eins og í hinum tveimur myndanna í þessari Trilogy, hinar tvær myndirnar eru eins og flestir vita Fistul of dollars og The good the bad and the ugly. For a few dollasr more er önnur myndin í röðinni á þessum þremur meistaraverkum. Þetta er sko enginn John wayne vitleysa heldur alvuru Clint Eastwood vestri. Þessi mynd fær að sjálfsögðu fjórar stjörnur vegna góðs leiks hjá öllum, einni bestu leikstjón allra tíma, magnaðri tónlis og frábærar skemmturnar.
Að mínum dómi besti vestri sem Sergio Leone gerði, reyndar einn besti vestri sögunnar.
Við fylgjumst með Eastwood og Lee Van Cleef í hlutverkum mannaveiðara hvar menn fara hver fram úr öðrum í byssuleikni og töffaraskap.
Snilld.
Hreint út sagt stórkostleg mynd. Þetta er að mínum dómi langbesti vestri sem hefur verið gerður hingað til og dreg ég stórlega á efa að nokkurn tíman verði hann slegin út í sínu sviði.