Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Once Upon a Time in America 1984

Fannst ekki á veitum á Íslandi

As boys, they made a pact to share their fortunes, their loves, their lives. As men, they shared a dream to rise from poverty to power. Forging an empire built on greed, violence and betrayal, their dream would end as a mystery that refuse to die.

299 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 75
/100

Saga af litlum hópi glæpamanna í New York af Gyðingaættum í byrjun 20. aldarinnar, sem nær yfir 40 ára tímabil. Sagan er sögð að mestu í gegnum endurlit í leiftursýn fram og aftur í tíma, en aðalpersónan er David "Noodles" Aaronson, og félagar hans þeir Max, Cockeye og Patsy, og vinir þeirra frá því þeir ólust upp í erfiðu gyðingahverfi í Lower East... Lesa meira

Saga af litlum hópi glæpamanna í New York af Gyðingaættum í byrjun 20. aldarinnar, sem nær yfir 40 ára tímabil. Sagan er sögð að mestu í gegnum endurlit í leiftursýn fram og aftur í tíma, en aðalpersónan er David "Noodles" Aaronson, og félagar hans þeir Max, Cockeye og Patsy, og vinir þeirra frá því þeir ólust upp í erfiðu gyðingahverfi í Lower East Side í New York upp úr 1920. Þá nær sagan yfir síðustu ár bannáranna á fjórða áratugnum og síðan er hoppað til sjöunda áratugarins þar sem Noodles er orðinn gamall, og snýr aftur til New York eftir að hafa verið í felum í mörg ár, og horfir til baka. ... minna

Aðalleikarar


Sergio Leone var snyllingur, enda gerði hann bara úrvalsmyndir

sem alltaf voru góðar og nutu alltaf mikið lof,

rétt áður en hann lést í gerði hann Once Upon A time In America.

Það tók hann meira en tíu ár að gera þessa mynd sem er

á allan hátt meistarverk. Bæði leikstjórnin, handritið og leikaraúrvalið er frábært í alla staði og ef þú

ert unnandi góðra mynda þá máttu ekki láta þessa fram hjá þér fara, það er fyrir víst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir að hafa séð 3:35 klukkutíma útgáfu af Sergio Leone myndinni Once upon a time in America þá verð ég að segja hvernig var að sjá hana. Í fyrsta lagi er hún ekki eins góð og hinar mafíu myndirnar frægu eins og Godfather I og II (betri en III samt) Goodfellas og Untouchables en kemur nálægt. Söguþráðurinn er eins og nafnið bendir á, bara myndin sýnir frá 50 árum í lífi margra vina. Ef ég tek saman alla þætti myndarinnar og gef heildareinkun, þá sérðu hana fyrir ofan umfjöllunina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vil taka það fram að ég er í raun að skrifa um lengri útgáfu myndinnar. Sú nálgast 4 tímana. Hún er í einu orði frábær. Leikurinn, handritið, klippingin og tónlistin þá er ég að tala um flautu stefið (held reyndar að Arnþrúður Karls á Sögu noti það). En myndin er rosaleg og hefur að geyma ótrúlegar senur. Ég ætla mér ekki að skrifa um söguna nema að þetta er mafíu mynd sem gerist á bannárunum í Bandaríkjunum. Hún fjallar um vinahóp sem græðir á tá fingri. De Nero fer í fengelsi ungur og þegar hann kemur aftur eru vinir hans að byggja stórveldi sem tekst með hjálp De Neros karakter. Síðan hefst skemmtileg saga og bla bla, en hvað um það. Allir sem hafa áhuga á að sjá góða mafíu mynd endilega legið þessa mynd á næstu videolegu eða bókasafni. Lengri útgáfuna. Henni er skipt í tvo parta þannig að þið takið ykkur bara pásu á milli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um David Aronson og gengið hans, þeir vinna fyrir mann sem að heitir Bugsy en eru ekki sáttir með það. David fer í fangelsi ungur að aldri og kemur út nokkrum árum seinna (seigir sig sjálft). gengið er nú orðið miklu stærra og æðra, þetta er mjög góð mynd sem að allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn