Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Snilldar mynd og ein af bestu vestrum sem ég hef séð með Unforgiven. Hún er reyndar soldið löng, en það er bara svo leikstjórinn geti sagt almennilega frá þeirri sögu sem hann hafði í huga. Þessi er náttúrulega löngu kominn í flokk yfir Classic Movies. Quentin Tarantino lýsti þessari sem einni af uppáhalds myndum sem hann hefði séð og ekki að ástæðulausu. Því þessi mynd er algjört möst fyrir alla að sjá sem hafa mikinn áhuga á vestrum, eins og ég er. Pottþétt 4 stjörnur. Takk fyrir.
Þessi mynd hefur verið í margra manna minni frá því 1966. Vel leikin, skrifuð og ótrúlega flottir byssubardagarnir. Það besta við þessa mynd er byrjunarlagið sem margir kannst við. Sjáið hana og komist að því hvaða lag það er.
Já þessi mynd er tær snild! Clint Eastwood fer á kostum í þessari mynd, hann er líka svo svalur. Þetta er með þeim berstu myndum sem ég hef séð. Þess vegna gef ég henni þrjár og hálfa stjörnu.
The good the bad and the ugly hefur verið mín uppáhalds mynd síðan ég sá hana fyrst. Það er allt gott við hana, leikstjórnin er góð, handritið, leikurinn og síðast en ekki síst hasaratriðin.
Handritið skrifuðu þeir Age-Scarpelli, Luciano Vincezoni og Sergio Leone. Handritið er gott, frumlekt, uppfullt að vel skrifuðum samtölum og skemmtilegum setningum.
Með aðalhlutverkin fara þeir Clint Eastwood, Lee Van Cleff, og Elli Wallach. Clinturinn fer með hlutverk the good, Lee Van Cleef með hlutverk the bad og Elli Wallach með hlutverk The Ugly.
Clint Eastwood hefur verið minn uppáhalds leikarinn minn lengi og finnst mér hann svalasti maður á jörðu.
The good, það er alls ekki hægt að segja að hann sé góður heldur bara skárstur af þeim. Hann er þessi súpersvala típa, og þegar á að ráða mann til að leika svala persónu er Clint Eastwood besti kosturinn.
The Bad sem leikin er af Lee Van Cleef er þessi miskunarlausa persóna sem gerir allt til að fá það sem hann vill, að drepa er eins og að depla auga fyrir honum.
The ugly er afbrotamaður og er hann ótrúlega skemmtileg persóna í þessari mynd. Alltaf eins og hann sé stressaður. Senan þegar hann rænir byssusalan er eini af betri senunum með honum í þessari mynd, fáránlega svalt atriði.
Leikstjórn Sergi Leones er góð, mér finnst hann persónulega vera einn af betri leikstjórum allra tíma. Sum atriðin eru mjög blóðuug og var það ekki algengt í vestrum fyrir þennan tíma.
Sergio hefur leikstýrt myndunum A fistful of dollars, For a few dollars more, The good the bad and the ugly, A fistful og dynamite, Once upon a time the west og Once upon a time in america.
Tónlistin á stórann þátt í myndinni, mér finnst hún vera besta kvikmynda tónlist sem ég hef heyrt, það er Ennio Morricone sem semur hana og hefur hann oft unnið með Sergio Leone.
Þessari mynd gef ég fullt hús stiga eða fjórar stjörnur.
Villdi bæta því við í lokinn að Þessi mynd er síðasta myndin í trilogyu. Hinar tvær myndirnar eru þær For a few dollars more og A fistful of dollars.
Þetta er einhver besta mynd sem gerð hefur verið. Kemst oft á lista yfir bestu 100 kvikmyndir allra tíma. Þetta er síðasti spagettívestrin í trilogiunni hans Sergios Leones. Frábær tónlist. Oft á lista yfir bestu kvikmyndatónlist sögunnar. Myndin er löng, byrjar hægt en það er frábært hvernig það er gert. Menn detta inn í hana ef þeir fíla vestra. Eli Wallach stelpur senunni í myndinni sem óforbetranlegi Tuco. Spagettívestrarnir mörkuðu tímamót í kvikmyndasögunni. Menn sem horfa á hana núna trúa því varla að hann hafi verið gerður 1967. Ofbeldið og allt minnir mann bara á nútimann og allt er svo vel gert að þetta gerir þetta að sígildri mynd með rosalegum endi. Ég held að ofbeldið í kvikmyndum nútímans megi rekja til þessara mynda en þeir sem stóðu að þessum myndum þeir sögðu það opinberlega að þeir væru orðnir leiðir á þessum gervilegu vestrum þar sem menn hrista hálfpartinn kúlurnar úr byssunum og ekkert blóð sést. Þetta var sem sagt meira í raunsæisstíl.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Agenore Incrocci, Buddy Joe Hooker
Kostaði
$1.200.000
Tekjur
$25.253.887
Aldur USA:
R