He’ll Be back…

Búið er að semja handrit fyrir fjórða ævintýri Tortímandans, nema óvíst er hvort sá titill sé viðeigandi lengur. En fyrst að Arnold Schwarzenegger sé of upptekinn við að stjórna “Caale-fohniu“ er að sjálfsögðu ekki búist við að hann taki stóran þátt í myndinni. Hann er hins vegar búinn að samþykkja að eiga svokallað gestahlutverk enda mun þessi fjórða í röðinni hvort eð er ekkert snúast um það sama og hinar gerðu, heldur mun hún rekja sögu annarrar útgáfu T-módelsins (ekkert er komið í ljós með nafn leikara). Nick Stahl og Claire Danes eru bundin við að leika í þessari mynd samkvæmt þeirra samningi, en óljóst er hversu mikilvægar persónur þeirra verða í handritinu.

Jonathan Mostow vill ólmur taka þátt aftur en hann er um þessar mundir upptekinn við að leikstýra ónefndum spennutrylli sem hann skrifar einnig sjálfur, en búist er við að hann sjái um Terminator 4.
Það er náttúrlega bara álitsmál um hversu gagnleg þessi mynd getur orðið, sérstaklega fyrst að þriðju myndinni gekk aldrei eins vel og var búist við, og hvað er svo Terminator án þess að hafa Arnold fremstan á svæðinu?

He'll Be back…

Búið er að semja handrit fyrir fjórða ævintýri Tortímandans, nema óvíst er hvort sá titill sé viðeigandi lengur. En fyrst að Arnold Schwarzenegger sé of upptekinn við að stjórna “Caale-fohniu“ er að sjálfsögðu ekki búist við að hann taki stóran þátt í myndinni. Hann er hins vegar búinn að samþykkja að eiga svokallað gestahlutverk enda mun þessi fjórða í röðinni hvort eð er ekkert snúast um það sama og hinar gerðu, heldur mun hún rekja sögu annarrar útgáfu T-módelsins (ekkert er komið í ljós með nafn leikara). Nick Stahl og Claire Danes eru bundin við að leika í þessari mynd samkvæmt þeirra samningi, en óljóst er hversu mikilvægar persónur þeirra verða í handritinu.

Jonathan Mostow vill ólmur taka þátt aftur en hann er um þessar mundir upptekinn við að leikstýra ónefndum spennutrylli sem hann skrifar einnig sjálfur, en búist er við að hann sjái um Terminator 4.
Það er náttúrlega bara álitsmál um hversu gagnleg þessi mynd getur orðið, sérstaklega fyrst að þriðju myndinni gekk aldrei eins vel og var búist við, og hvað er svo Terminator án þess að hafa Arnold fremstan á svæðinu?