Mesta áskorunin – Bætti á sig sjö kílóum

Hinn sannsögulega The Iron Claw var mesta áskorun leikarans Zac Efron á ferlinum sem spannar nú meira en tvo áratugi. En á góðan hátt þó. Myndin er komin í bíó á Íslandi.

Þetta kemur fram í samtali kvikmyndaritsins Deadline við leikarann.

Í kvikmyndinni, sem leikstýrt er af Sean Durkin, er sögð hin sanna frægðarsaga Kevin Von Erich, elsta sonar í fjölbragðaglímufjölskyldu sem haft hefur gríðarlega áhrif á íþróttina allt síðan á sjöunda áratug síðustu aldar.

Eftir að elsti bróðirinn í fjölskyldunni Jack Jr., drukknar sex ára gamall, stígur Kevin upp sem hinn blíði og ástríki leiðtogi systkinanna, og reyndi síðan, ásamt bræðrunum Kerry ( Jeremy Allen White), David (Harris Dickinson) og Mike (Stanley Simons) að uppfylla miklar væntingar hins gamaldags og tilfinningalega fjarverandi föður Fritz, sem leikinn er af Holt McCallany. En vegna „Von Erich bölvunarinnar“ sem sögð var hvíla yfir fjölskyldunni þurfti hann að horfa upp á bræðurna deyja, hvern á fætur öðrum, þar til hann einn stendur eftir.

Kveikti nýtt bál

Efron hefur eins og Deadline segir frá fengið bestu dómana á ferlinum fyrir leik sinn í þessari mynd, en hann bætti á sig hvorki meira né minna en sjö kílóum af vöðvamassa til að ná að líta út eins og fyrirmyndin.

The Iron Claw (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 89%

Sönn saga hinna óaðskiljanlegu Von Erich bræðra en þeir sköpuðu sér nafn í bandarískri fjölbragðaglímu snemma á níunda áratug tuttugustu aldarinnar. Í sorg og í gleði og í skugga stjórnsams föður og þjálfara urðu þeir goðsagnir í glímuhringnum....

Í samtalinu lýsir hann miklu hugrekki Kevin Von Erich og segist hafa gefið allt sitt í myndina sem sé sú sem hann hafi alltaf langað til að gera. „Ég er gríðarlega þakklátur fyrir þessa upplifun alla. Hún kveikti nýtt bál í mér,“ segir Efron og kveðst jafnframt þakklátur fyrir viðbrögð áhorfenda. Hann eigi engin orð til að lýsa því hvernig sér líður.

Spurður að því hvað það væri í sögunni sem hann tengdi mest við segir Efron að það hafi verið vegferð Kevins og tengslin við fjölskylduna. „Þau þurfa að þola gríðalegar raunir og geta hans til að láta ekki deigan síga og halda sínu striki krefst gríðarlegs hugrekkis. Það er eitthvað við söguna í kvikmyndinni sem getur haft mikla þýðingu fyrir það hvernig við sjáum lífið. Ég er mjög þakklátur fyrir að vera hluti af slíkri upplifun, við að segja þessa sögu. Ég held að þetta sé myndin sem ég vildi alltaf gera.“

Fullkomnunarsinni

Deadline minnist á orð Efrons sjálfs um að hann sé fullkomnunarsinni þegar komi að leiknum og þar séu líkindi með Von Erich og hvernig hann nálgast íþróttina. „Já ég tengi við það í Kevin og það var eitthvað sem ég gat nýtt mér í aðdraganda þess að tökur hófust, síðustu sjö til átta mánuðina.“

Spurður að því hvort að persónur sem hann leiki á hvíta tjaldinu lifi áfram með honum segir Efron að Kevin sé núna stór hluti af sér. „Og ég held að ég sé hluti af honum.“