Nýtt í bíó – The Equalizer 2

The Equilizer 2 verður frumsýnd í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri á miðvikudaginn næsta, þann 18. júlí.

Í tilkynningu frá Senu segir að í upphafi þessarar nýju sögu fylgjumst við með Robert (Denzel Washington) takast á við barnaræningja á sinn hátt áður en hann fær þær hörmulegu fréttir að náin vinkona hans hafi verið myrt í árás sem engar haldbærar skýringar eru á.

Robert einhendir sér að sjálfsögðu þegar í málið, staðráðinn í að uppgötva ástæður árásarinnar og refsa þeim seku.

Leikstjóri: Antoine Fuqua

Helstu leikarar: Denzel Washington, Pedro Pascal, Bill Pullman, Melissa Leo, Jonathan Scarfe, Ashton Sanders.

Áhugaverðir punktar til gamans: 

-The Equalizer 2 er fyrsta framhaldsmyndin sem leikstjórinn Antoine Fuqua gerir og sú fyrsta sem Denzel Washington leikur í á ferlinum.

– Þetta er í fjórða sinn sem Denzel Washington leikur í mynd eftir Antoine Fuqua því fyrir utan fyrri Equalizer-myndina lék hann líka í myndunum Training Day og The Magnificent Seven.

– Myndin sækir bæði heiti sitt og aðalpersónu, Robert McCall, til samnefndra sjónvarpsþátta sem gerðir voru á árunum 1985 til 1989 og nutu mikilla vinsælda, m.a. í sjónvarpi hér á landi. Í þáttunum var það breski leikarinn Edward Woodward sem lék McCall, en Woodward lést í nóvember árið 2009, 79 ára að aldri.

Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan: