Öll ABBA lögin í Mamma mia!: Here We Go Again

Þegar fréttist af því að gera ætti nýja Mamma Mia! kvikmynd, þá var það fyrsta sem margir ABBA aðdáendur hugsuðu: „Hvaða ABBA lög ætli verði í nýju myndinni?“, en fyrri myndin var hlaðin ABBA lögum, sem leikararnir sungu og dönsuðu við.

Nú þegar aðeins þrír dagar eru í frumsýningu myndarinnar er ekki seinna vænna að upplýsa um nákvæmlega þetta, þ.e. hvaða lög munu hljóma í myndinni.

Þar sem platan úr myndinni er komin út er auðvelt að komast að þessu, en á plötunni má ekki eingöngu sjá hvaða lög koma við sögu, heldur einnig hverjir syngja hvaða lag.

Núna mun þónokkuð af minna þekktari ABBA lögum heyrast, lög eins og When I Kissed The Teacher og Kisses of Fire, en sígild lög eru einnig á sínum stað, fjölmörg. Til dæmis munu Cher og Andy Garcia syngja dúett í einu þekktasta lagi ABBA, Fernando.

Á plötunni sést einnig að Óskarsverðlaunaleikkonan Mery Streep, sem leikur Donnu, mun syngja tvö lög í myndinni, þar á meðal lagið The Day Before You Came, sem margir aðdáendur ABBA telja að fjalli um dauðann, og vekur því upp spurningar um örlög Donnu í myndinni.

Þá mun Pierce Brosnan hefja upp raust sína á ný, mörgum til mikillar gleði en öðrum til hryllings.

En best að tefja þetta ekki frekar, hér fyrir neðan er allur lagalisti myndarinnar og flytjendur:

When I Kissed The Teacher
Lily James, Jessica Keenan Wynn, Alexa Davies og Celia Imrie

I Wonder (Departure)
by Lily James, Jessica Keenan Wynn og Alexa Davies

One Of Us
Amanda Seyfried og Dominic Cooper

Waterloo
Hugh Skinner og Lily James

Why Did It Have To Be Me?
Josh Dylan, Lily James og Hugh Skinner

I Have A Dream
Lily James

Kisses Of Fire
Panos Mouzourakis

Andante, Andante
Lily James

The Name Of The Game
Lily James

Knowing Me, Knowing You
Jeremy Irvine, Lily James, Pierce Brosnan og Amanda Seyfried

Angel Eyes
Christine Baranski, Julie Walters og Amanda Seyfried

Mamma Mia
Lily James, Jessica Keenan Wynn og Alexa Davies

Dancing Queen
Colin Firth, Stellan Skarsgard, Amanda Seyfried, Christine Baranski, Julie Walters og Pierce Brosnan

I’ve Been Waiting For You
Amanda Seyfried, Christine Baranski og Julie Walters

Fernando
Cher og Andy Garcia

My Love, My Life
Amanda Seyfried, Lily James og Meryl Streep

Super Trouper
Cher, Meryl Streep, Christine Baranski, Julie Walters, Pierce Brosnan, Colin Firth, Stellan Skarsgard, Andy Garcia, Amanda Seyfried, Dominic Cooper, Lily James, Jessica Keenan Wynn, Alexa Davies, Josh Dylan, Jeremy Irvine og Hugh Skinner

The Day Before You Came
Meryl Streep

Flestir aðalleikararnir úr fyrri myndinni eru mættir aftur til leiks í nýju myndinni, en þar er sögð forsaga Donnu, sögð með leiftur-endurliti aftur í tímann. Það er Lily James sem leikur Donnu unga.

Myndin kemur í bíó 18. júlí nk.