Risahákarl tekur risastökk á toppinn

Risahákarlatryllirinn The Meg, með Jason Statham og Ólafi Darra Ólafssyni meðal leikenda, synti rakleitt á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina, rétt eins og myndin gerði í Bandaríkjunum fyrir einni viku.

Í öðru sæti, sama sæti og í síðustu viku, var dans – og söngvamyndin Mamma Mia! Here We Go Again og í því þriðja, niður um tvö sæti, sitja Tom Cruise og félagar í Mission: Impossible – Fallout. 

Ein önnur ný kvikmynd er á listanum þessa vikuna, en það er Mark Wahlberg spennumyndin Mile 22 sem fer beint í fjórða sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: