Sjálf/vana Reynolds – Stikla

Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd Ryan Reynolds, Self/less, ( Sjálf/vana í lauslegri snörun ) í leikstjórn Tarsem Singh. Um er að ræða vísindatrylli sem fjallar dauðvona milljarðamæring, sem Ben Kingsley leikur, sem flytur sjálf sitt yfir í sjálf/vana líkama persónu Ryan Reynolds.

reynolds

Sá sem sannfærir Kingsley um að gera þetta er vafasamur vísindamaður sem leikinn er af Matthew Goode, sem ætti að hringja ýmsum viðvörunarbjöllum ..

Þó að allt líti sem sagt vel út á pappírunum, og Kingsley sjái fram á að koma anda sínum í ungan líkama, þá kemur fljótlega í ljós að það er meira en að segja það að senda vitund eins manns yfir í annan, og ýmsar aukaverkanir fara að láta á sér kræla.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 31. ágúst nk.