Smáfótur tekjuhæstur um helgina

Teiknimyndin Smáfótur gerði sér lítið fyrir og hratt íslensku kvikmyndinni Lof mér að falla af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, en þar hafði Lof mér að falla setið í þrjár helgar í röð.  Mjótt var þó á munum því tekjur Smáfótar námu rúmum 5,5 milljónum króna, en tekjur Lof mér að falla námu tæpum fimm milljónum.

Í þriðja sæti listans var svo ný mynd, toppmyndin í Bandaríkjunum, Night School með grínistanum Kevin Hart í aðalhlutverki. Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Beint í sjötta sætið kemur A Simple Favor, með Anna Kendrick og Blake Lively í helstu hlutverkum og í 16. sætinu situr Loving Pablo sem byggð er á sannsögulegum atburðum.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: