Tarantino er áfram toppmaður

Nýjasta mynd leikstjórans Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, situr aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Mjótt var þó á munum á milli hennar og myndarinnar í öðru sæti, en Good Boys kom sterk inn í annað sætið á sinni fyrstu viku á lista með aðeins um 600 þúsund krónum minni tekjur en Tarantino myndin.

Þriðja sætið féll svo annarri nýrri mynd í skaut en það er ævintýra og fjölskyldumyndin Dora and the Lost City of Gold.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum, Apollo 11, sem fór beint í 13. sæti.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: