Vinsældir veiðiferðarinnar halda áfram

Gamanmyndin íslenska Síðasta veiðiferðin nýtur enn mikilla vinsælda hér á landi. Hún er rétt eina vikuna á toppi íslenska aðsóknarlistans, á sinni 14. viku á lista. Annað sæti bíóaðsóknarlistans er sömuleiðis skipað sömu mynd og í síðustu viku. Þar er á ferð teiknimyndin Áfram, eða Onward eins og hún heitir á frummálinu.

Hæ strákar, komiði að veiða!

Þriðja vinsælasta kvikmyndin á landinu í dag er svo hrollvekjan The Hunt, ný á lista, sem fjallar um tólf einstaklinga sem vakna á ókunnum stað.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum þessa vikuna, gamanspennan Lucky Day, sem segir frá innbrotsþjóf sem nýsloppinn úr fangelsi.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: