Vinsælustu myndir ársins 2016 á IMDB.com

Á árinu 2016 hafa nokkrar risamyndir ( blockbusters ) fengið falleinkunn hjá gagnrýnendum, myndir eins og Suicide Squad, Warcraft og X-Men: Apocalypse. Þrátt fyrir það ná þessar þrjár myndir allar inn á topp tíu lista IMDB.com yfir vinsælustu myndir ársins hjá notendum síðunnar, sem er sú vinsælasta í heimi er kemur að kvikmyndum.

margot-robbie

Um listann segir þetta á síðu IMDB: „Þessi niðurstaða er ekki byggð á viðtökum gagnrýnenda eða tekjum af sýningum, heldur á flettingum og skoðun á myndunum á vefnum og í farsímum.“

Eins og sannast best á listanum þá er fjöldi netflettinga ekki samansem merki um að myndin sé góð. Í 10. sæti listans er til dæmis Legend of Tarzan með Margot Robbie, en myndin féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum, né heldur naut hún almennrar hylli bíógesta, samanber 6,3 einkunn á IMDB og 44 á Metacritic.

Hin endurræsta Ghostbusters, sem skoðanir voru mjög skiptar um, varð í áttunda sæti listans, og kemur í raun ekki á óvart, enda var mikið rætt um myndina fyrir og eftir frumsýningu.

Myndin er með 60 á Metacritic, 5,4 á IMDB.

Allar toppmyndir listans eru ofurhetju-stórmyndir, úr ranni Marvel Studios, Warner Bros eða Fox. Ljóst er að ekkert lát er á vinsældum ofurhetjumynda.

Hér fyrir neðan er listi IMDB í heild sinni yfir vinsælustu myndir ársins 2016, í öfugri röð:

10. The Legend of Tarzan

9. Warcraft: The Beginning

8. Ghostbusters

7. The Magnificent Seven

6. The Jungle Book

5. X-Men: Apocalypse

4. Deadpool

3. Batman v Superman: Dawn of Justice

2. Captain America: Civil War

1. Suicide Squad