Víti í Vestmannaeyjum skorar enn hátt í bíó

Íslenska fjölskyldu- og fótboltamyndin Víti í Vestmannaeyjum situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, sína aðra viku á lista, en samtals hafa nú rúmlega 25 þúsund manns séð myndina.

Í öðru sæti, ný á lista er nýja Steven Spielberg myndin, tölvuleikjakvikmyndin Ready Player One, sem er mikið sjónarspil og góð skemmtun. Þriðja sætið féll svo Pétri kanínu í hlut, en myndin er einnig ný á lista.

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á bíóaðsóknarlistanum; Hostiles fór beint í sjötta sætið, listmálaða-myndin Loving Vincent fór beint í 16. sætið og Hleyptu sól í hjartað sigldi beint í 22. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: