Þegar sjálfur þrumuguðinn Þór mætir í bíóhús, er krafturinn þvílíkur að hann neitar að láta toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans af hendi, en hann er á toppi listans núna þriðju vikuna í röð! Glæný kvikmynd, ráðgátan Morðið í Austuralandahraðlestinni, kemur í humátt á eftir og A Bad Moms Christmas fer niður í þriðja sætið úr sæti númer 2.
Hvorki fleiri né færri en fimm aðrar nýjar kvikmyndir eru á listanum þessa vikuna. Í fjórða sæti listans flögraði teiknimyndin Litla vampíran, þar á eftir í fimmta sætinu kemur aflraunamaðurinn Reynir Sterki í leikstjórn Baldvins Z og í sjötta sæti er stríðsmyndin bandaríska Thank You for Your Service. Nokkru neðar á listanum, í 23. sætinu, situr heimildarmyndin um myndlistarmanninn Birgi Andrésson, og í 28. sætinu er danska kvikmyndin Atvikið á Nile Hótelinu.
Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: