Það er ljóst, eins og var auðvitað vitað fyrirfram, að Íslandsvinurinn Quentin Tarantino á hér marga og trygga aðdáendur, sem hafa streymt í bíó undanfarnar vikur að sjá nýjustu kvikmynd hans, Once Upon a Time in Hollywood, en hún situr núna þriðju vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.
Tarantino, Brad Pitt, Margot Robbie, Leonardo DiCaprio og fleiri sem koma að myndinni, fengu þó harða samkeppni því enginn annar en Gerard Butler er mættur rétt eina ferðina í hlutverki ofur leyniþjónustumannsins Mike Banning, nú í Angel has Fallen. Sú mynd situr nú á toppi bandaríska aðsóknarlistans.
Í þriðja sæti er svo gamanmyndin Good Boys og fer niður um eitt sæti á milli vikna.
Þrjár aðrar nýja myndir eru á listanum þessa vikuna. Beint í 12. sætið fer nýja myndin sem er innblásin af Stjóranum, eða Bruce Springsteen, Blinded By the Light.
Lestu gagnrýni um Blinded by the Light
Í 14. sætið tyllti sér myndin sem hefur verið beðið eftir í mörg ár, The Man Who Killed Don Quixote, og í 19. sætinu situr nú franska trúardramað The Apparition.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: