Drekaflug á toppi aðsóknarlistans

Það er komin ný toppmynd á íslenska bíóaðsóknarlistann, teiknimyndin Að temja drekann sinn 3, eða How to Train Your Dragon: The Hidden World. Myndin hafði nokkra yfirburði í aðsókn helgarinnar, en í öðru sæti listans er Alita: Battle Angel, sem stendur í stað á milli vikna.

Toppmynd síðustu þriggja vikna, The Lego Movie 2: The Second Part, fellur niður í þriðja sætið.

Ein ný mynd er á listanum til viðbótar, en það er Serenity, með Óskarsverðlaunaleikurunum Matthew McConaughey og Anne Hathaway í aðalhlutverkum.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: