Flaug á eyrunum á toppinn

Disneymyndin Dumbo, um fílsunga sem getur flogið á eyrunum, skaust beint á topp íslenska aðsóknarlistans nú um helgina, og ruddi þar með Captain Marvel af toppnum og niður í þriðja sætið, en hún hafði átt toppsætið síðustu þrjár vikurnar þar á undan. Í öðru sætinu eins og í síðustu viku er síðan hrollvekjan Us eftir Jordan Peele.

Dumbo býr yfir einstökum hæfileikum.

Ein ný mynd er til viðbótar á topplistanum að þessu sinni, en þar er gamla brýnið Mel Gibson mætt í myndinni Dragged Across Concrete. Með honum eru valdir menn í hverju rúmi eins og Don Johnson og Vince Vaughn.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: