Furðuverurnar áfram heillandi

Ævintýramyndin Fantastic Beasts and Where to Find Them er traust á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans eftir sýningar helgarinnar, en myndin er langaðsóknarmesta kvikmyndin hér á landi aðra vikuna í röð. Dónalegi jólasveinninn Willie Stokes, sem Billy Bob Thornton leikur, var töluvert langt frá því að skáka þessari nýju mynd úr galdraheimi Harry Potter, en Bad Santa 2 fór ný beint í annað sæti listans.

eddie

Í þriðja sætinu er svo hin geysivinsæla teiknimynd Tröll, en hún stendur í stað í þriðja sæti listans og er nú búin að vera ein vinsælasta myndin á Íslandi í sex vikur samfleytt!

Þrjár nýjar myndir til viðbótar eru á listanum að þessu sinni. Hinn hjartnæma og sannsögulega mynd Lion fór ný beint í sjötta sætið, Nahid situr í 22. sætinu og íslenska heimildarmyndin Rúnturinn fer beint í 27. sæti listans.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoff

box-12