Heimildarmynd
Leikstjórn Becky Hutner
Leikarar: Chloe Marks, Amy Powney
Fatahönnuðurinn Amy Powney er á hátindi ferils síns en hefur áhyggjur af sóun í greininni. Fashion Reimagined fylgir henni eftir í umbreytandi ferðalagi um heiminn til að skapa fatalínu sem er sjálfbær á öllum sviðum.
Teiknað
Tafiti, ungur jarðköttur, hafnar í fyrstu vináttu við Bristles, runnasvín. Þegar afi hans er bitinn af snáki leggur Tafiti af stað til að finna blómið sem er lækningin. Bristles vill sanna að ævintýri séu alltaf betri með vinum.
SpennaStríð
Leikstjórn Jalmari Helander
"Maðurinn sem neitar að deyja" snýr aftur að húsinu þar sem fjölskylda hans var myrt á hrottalegan hátt í stríðinu. Hann rífur húsið niður, hleður því á vörubíl og er staðráðinn í að endurbyggja það á öruggum stað þeim til heiðurs. Þegar herforingi Rauða hersins, sem myrti fjölskyldu mannsins, snýr aftur, harðákveðinn í að ljúka verkinu, hefst vægðarlaus og stórbrotinn eltingaleikur þvert yfir landið – uppgjör upp á líf og dauða.
GamanDrama
Leikstjórn Eva Victor
Leikarar: Eva Victor, Naomi Ackie, Louis Cancelmi, Kelly McCormack, Lucas Hedges, John Carroll Lynch, Hettienne Park
Eftir hörmulegan atburð er kona ein á báti á meðan allir aðrir halda áfram með líf sitt eins og ekkert hafi í skorist.
TónlistHeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Antonino D'Ambrosio
Leikarar: Roberta Flack, Bill Eaton, Clint Eastwood, Joel Dorn, Buddy Williams, Valerie Simpson, Jason King, Frank Sinatra, Jesse Jackson
Roberta Flack tryggði sér sess í tónlistarsögunni þegar hún varð fyrsti listamaðurinn til að vinna Grammy-verðlaunin fyrir upptöku ársins tvö ár í röð, fyrir „The First Time Ever I Saw Your Face“ (1973) og „Killing Me Softly with His Song“ (1974). Dýpt og margbreytileiki texta hennar og viðfangsefna, auk fágaðrar blöndu klassískra áhrifa og sálartónlistar í stíl hennar, spratt allt frá konu sem ígrundaði hlutverk sitt og sjálfsmynd alla ævi. Kvikmyndagerðarmaðurinn Antonino D'Ambrosio hefur skapað stórkostlegan minnisvarða um einstakan og óflokkanlegan tónlistarsnilling, með umsögnum frá samtímalistamönnum sem hún hefur veitt innblástur.
Hrollvekja
Leikstjórn Osgood Perkins
Leikarar: Tatiana Maslany, Rossif Sutherland, Birkett Turton, Tess Degenstein, Erin Boyes, Christin Park
Liz og Malcolm fara í rómantíska helgarferð í sumarbústað úti í sveit. Þegar Malcolm þarf að fara óvænt aftur í bæinn upplifir Liz sig einangraða og svo virðist sem einhver ólýsanleg illska lúri í bústaðnum sem afhjúpar um leið hryllileg leyndarmál.
GamanDramaÆviágrip
Leikstjórn Richard Linklater
Leikarar: Ethan Hawke, Margaret Qualley, Bobby Cannavale, Andrew Scott, Jonah Lees, Simon Delaney, Patrick Kennedy
Að kvöldi 31. mars 1943 glímir hinn goðsagnakenndi textahöfundur Lorenz Hart við brotna sjálfsmynd sína á Sardi's-barnum á meðan fyrrverandi samstarfsmaður hans, Richard Rodgers, fagnar frumsýningu á hinum stórbrotna söngleik sínum, „Oklahoma!“.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Chris Andrews
Leikarar: Christopher Abbott, Barry Keoghan, Colm Meaney, Susan Lynch, Nora-Jane Noone, Paul Ready, Aaron Heffernan, Conor MacNeill, Diarmuid de Faoite, Gail Fitzpatrick
Michael, síðasti sonur fjárhirðafjölskyldu, býr með veikum föður sínum, Ray. Michael burðast með erfitt leyndarmál og hefur einangrað sig frá umheiminum. Þegar deilur við keppinautinn Gary bónda og son hans Jack stigmagnast, dregst Michael inn í hrikalega atburðarás sem neyðir hann til að horfast í augu við hrylling fortíðar og skilur báðar fjölskyldur eftir varanlega breyttar.
SpennaDramaÆviágrip
Leikstjórn Benny Safdie
Leikarar: Dwayne Johnson (The Rock), Emily Blunt, Ryan Bader, Bas Rutten, Oleksandr Usyk, Marcus Aurelio
Mark Kerr, sem keppir í blönduðum bardagalistum, MMA, glímir við ópíóðafíkn, á sama tíma og hann rís til metorða í íþróttinni.
DramaTónlistHeimildarmynd
Leikstjórn Iain Forsyth, Jane Pollard
Heillallandi tónleikamynd sem lífgar við magnaða sögu hinnar einstöku Geraldine Flower, og segir frá því þegar ferðataska full af bréfum sem henni voru send á sjöunda og áttunda áratugnum finnast, sem veittu hinni rómuðu íslensku söngkonu og lagahöfundi, Emilíönu Torrini, innblástur til að snúa aftur í hljóðverið.
GamanFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Steve Hudson, Toby Genkel
Staghaus er vakinn til lífsins til að vernda önnur sköpunarverk brjálaða vísindamannsins í Hroðakastala, frá íbúum Grútargerðis
Spennutryllir
Leikstjórn Jan Komasa
Leikarar: Diane Lane, Kyle Chandler, Madeline Brewer, Zoey Deutch, Mckenna Grace, Phoebe Dynevor, Dylan O'Brien, Daryl McCormack
Þegar sonur Ellenar og Pauls kynnir nýju kærustuna sína í 25 ára brúðkaupsafmælisveislu þeirra grunar engan að þetta sé upphafið að endalokum þessarar hamingjusömu fjölskyldu. Nýja kærastan er Liz, fyrrverandi nemandi Ellenar, sem hætti í háskólanum nokkrum árum áður eftir að Ellen gagnrýndi hana í tíma fyrir róttæka hugmyndafræði.
RómantíkDramaÆvintýri
Leikstjórn Kogonada
Leikarar: Colin Farrell, Margot Robbie, Phoebe Waller-Bridge, Lily Rabe, Jodie Turner-Smith, Chloe East, Billy Magnussen, Hamish Linklater, Sarah Gadon, Brandon Perea, Jennifer Grant, Michelle Mao, Shelby Simmons, Yuvi Hecht, Danielle Kennedy
Sarah og David, sem bæði eru einhleyp, hittast í brúðkaupi sameiginlegs vinar. Fljótlega, í gegnum óvænta örlagafléttu, eru þau farin í skemmtilegt og ævintýralegt ferðalag saman. Þar fá þau tækifæri til að endurupplifa mikilvæg augnablik úr fortíð sinni, sem varpar ljósi á hvernig þau komust þangað sem þau eru í núinu... og hugsanlega tækifæri til að breyta framtíð sinni.
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hlynur Pálmason
Leikarar: Saga Garðarsdóttir, Sverrir Guðnason, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Katla M. Þorgeirsdóttir, Dóri Dna, Anders Mossling
Ástin sem eftir er fangar ár í lífi fjölskyldu þar sem foreldrarnir stíga fyrstu skrefin í átt að skilnaði. Á fjórum árstíðum fylgjumst við með hversdagslífi fjölskyldumeðlima í gegnum óvænt, fyndin og hjartnæm augnablik sem endurspegla hið breytta samband þeirra.
GamanTónlist
Leikstjórn Rob Reiner
Leikarar: Christopher Guest, Michael McKean, Harry Shearer, Rob Reiner, Valerie Franco, CJ Vanston, Kerry Godliman, Fran Drescher, Paul Shaffer, Elton John, Paul McCartney
Fyrrverandi meðlimir rokkkhljómsveitarinnar Spinal Tap, sem nú eru farnir hver í sína áttina, neyðast til að koma saman á nýjan leik á einum lokatónleikum í von um að tryggja sér sess í frægðarhöll rokksins.
Spenna
Leikstjórn Ruben Islas
Eftir að bróðir hans, sem var lögreglumaður, er myrtur af eiturlyfjasala sem flýr til Mexíkó í skjól frænda síns sem er tengdur eiturlyfjahring, fer bandarískur maður með bakgrunn úr lögreglu og her suður fyrir landamærin til að hefna sín.
Drama
Leikstjórn Joachim Trier
Leikarar: Renate Reinsve, Stellan Skarsgård, Inga Ibsdotter Lilleaas, Elle Fanning, Anders Danielsen Lie, Cory Michael Smith, Catherine Cohen, Jesper Christensen, Lena Endre
Tvær systur snúa aftur á æskuheimili sitt þar sem þær hitta föður sinn sem eitt sinn var frægur kvikmyndaleikstjóri. Hann býður annarri þeirra aðalhlutverk í nýrri kvikmynd ... og þá breytist allt.
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Michael J. Weithorn
Leikarar: Kyra Sedgwick, Kevin Bacon, Judd Hirsch, Brittany O'Grady, Olivia Luccardi, Ray Romano, Heather Burns
Cynthia Rand er siðprúð kona frá New York, gift snjöllum prófessor sem er 25 árum eldri en hún. Hún byrjar að finna fyrir áhrifum hækkandi aldurs eiginmanns síns á samband þeirra, einmitt þegar koma Stan Olszewski, snjalls en fremur duglauss öryggisvarðar, snýr heimi hennar á hvolf.
SpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Ruben Fleischer
Leikarar: Jesse Eisenberg, Dominic Sessa, Ariana Greenblatt, Justice Smith, Rosamund Pike, Woody Harrelson, Dave Franco, Isla Fisher, Morgan Freeman, Daniel Radcliffe, Mark Ruffalo
Töfrahópurinn The Four Horsemen snýr aftur með nýja kynslóð sjónhverfingamanna sem framkvæmir ótrúlegar brellur. Nú er það demantarán sem sameinar gamla gengið og nýja fólkið, Greenblatt, Smith og Sessa.
GamanDramaGlæpa
Leikstjórn Anders Thomas Jensen
Leikarar: Mads Mikkelsen, Nikolaj Lie Kaas, Sofie Gråbøl, Bodil Jørgensen, Lars Brygmann, Nicolas Bro, Søren Malling, Kardo Razzazi, Lars Ranthe, Anette Støvelbæk
Anker er látinn laus úr fangelsi eftir fjórtán ára dóm fyrir rán. Manfred, bróðir Ankers, er sá eini sem veit hvar peningarnir úr ráninu eru. Á meðan hefur Manfred þróað með sér geðsjúkdóm sem veldur því að hann man ekki hvar ránsfengurinn er falinn. Saman leggja bræðurnir nú upp í óvænta ferð til að finna bæði peningana og komast að því hverjir þeir í raun og veru eru.

