Mjótt á munum milli Lego og Alitu

The Lego Movie 2: The Second Part heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna , en mjótt er á munum, því hin stórskemmtilega framtíðar-vísindaskáldsaga Alita: Battle Angel er komin þétt upp að hlið Lego, á sinni fyrstu viku á lista.

Liam Neeson í Cold Pursuit kemur í humátt á eftir þessum tveimur, í hefndartryllinum Cold Pursuit.

Fjórar nýjar myndir til viðbótar við Alitu eru á listanum þessa vikuna. Í áttunda sætinu er glæný íslensk kvikmynd, Vesalings elskendur. Í því tólfta er hjónadramað The Wife, og í ellefta sætinu situr nú á sinni fyrstu viku á lista pólska gamanmyndin Planeta Singli 3. Þá er þýska kvikmyndin Transit ný í 26. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan – smelltu til að sjá hann stærri!