Eftirminnileg kvikmynd úr safni leikstjórans Mike Nichols. Metnaðargjarn einkaritari hjá stórfyrirtæki tekur framfyrir hendurnar á yfirboðara sínum og fær í lið með sér yfirmann á æðr...
Working Girl (1988)
"For anyone who's ever won. For anyone who's ever lost. And for everyone who's still in there trying."
Tess McGill er dugleg ung kona sem er ákveðin í að ná hátt í heimi hlutabréfaviðskipta, en þegar hún verður þrítug þá er hún föst í ritarastarfi og nær ekkert lengra.
Öllum leyfðSöguþráður
Tess McGill er dugleg ung kona sem er ákveðin í að ná hátt í heimi hlutabréfaviðskipta, en þegar hún verður þrítug þá er hún föst í ritarastarfi og nær ekkert lengra. Þegar hún fær vinnu hjá Katherine Parker er hún ánægð með að Katherine er tilbúin að hlusta á hugmyndir hennar og hvað hún hefur til málanna að leggja. Þegar Katherine fer í sumarfrí og verður fyrir því óláni að fótbrjóta sig þá biður hún Tess að líta eftir hlutum á skrifstofunni fyrir sig. Þetta verður til þess að Tess kemst að því að Katherine ætlar að nota hugmynd sem hún laumaði að henni, til að bjarga stóru fyrirtæki frá yfirtöku erlendis frá. Brjáluð útaf því að kærastinn hennar heldur líka framhjá henni, þá ákveður Tess að nota sjálf hugmyndina sem hún hafði látið Katherine fá á meðan Katherine er í burtu. Hún slæst í lið með Jack Trainer til að klára samninginn áður en Katherine snýr aftur og þau verða smátt og smátt ástfangin, án þess að Tess viti að Jack er kærasti Katherine.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur






















