Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Eftirminnileg kvikmynd úr safni leikstjórans Mike Nichols. Metnaðargjarn einkaritari hjá stórfyrirtæki tekur framfyrir hendurnar á yfirboðara sínum og fær í lið með sér yfirmann á æðri stöðum til að framkvæma hina snjöllu hugmynd sína en í leiðinni fella þau hugi saman, en hann er unnusti yfirmanns hennar. Einstaklega vel heppnuð, rómantísk og gamaldags gamanmynd sem er á heillandi og sjarmerandi nótum. Mjög gott handrit og kómískt innsæi leikstjórans tryggja góða skemmtun frá upphafi til enda. Þríeykið sem leikur aðalhlutverkin fer hreint á kostum Harrison Ford, Sigourney Weaver og Melanie Griffith sem er stjarna myndarinnar, hún hlaut tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Weaver er ógleymanleg í hlutverki yfirboðarans og er stórkostlegt uppaskass, Ford fer vel með sína rullu. Ég gef Working Girl þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni, hún er gífurlega góð og ekki síst stórvel leikin.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$28.000.000
Tekjur
$103.173.635
Aldur USA:
R