Náðu í appið
Öllum leyfð

Working Girl 1988

Justwatch

For anyone who's ever won. For anyone who's ever lost. And for everyone who's still in there trying.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Tess McGill er dugleg ung kona sem er ákveðin í að ná hátt í heimi hlutabréfaviðskipta, en þegar hún verður þrítug þá er hún föst í ritarastarfi og nær ekkert lengra. Þegar hún fær vinnu hjá Katherine Parker er hún ánægð með að Katherine er tilbúin að hlusta á hugmyndir hennar og hvað hún hefur til málanna að leggja. Þegar Katherine fer í sumarfrí... Lesa meira

Tess McGill er dugleg ung kona sem er ákveðin í að ná hátt í heimi hlutabréfaviðskipta, en þegar hún verður þrítug þá er hún föst í ritarastarfi og nær ekkert lengra. Þegar hún fær vinnu hjá Katherine Parker er hún ánægð með að Katherine er tilbúin að hlusta á hugmyndir hennar og hvað hún hefur til málanna að leggja. Þegar Katherine fer í sumarfrí og verður fyrir því óláni að fótbrjóta sig þá biður hún Tess að líta eftir hlutum á skrifstofunni fyrir sig. Þetta verður til þess að Tess kemst að því að Katherine ætlar að nota hugmynd sem hún laumaði að henni, til að bjarga stóru fyrirtæki frá yfirtöku erlendis frá. Brjáluð útaf því að kærastinn hennar heldur líka framhjá henni, þá ákveður Tess að nota sjálf hugmyndina sem hún hafði látið Katherine fá á meðan Katherine er í burtu. Hún slæst í lið með Jack Trainer til að klára samninginn áður en Katherine snýr aftur og þau verða smátt og smátt ástfangin, án þess að Tess viti að Jack er kærasti Katherine.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Eftirminnileg kvikmynd úr safni leikstjórans Mike Nichols. Metnaðargjarn einkaritari hjá stórfyrirtæki tekur framfyrir hendurnar á yfirboðara sínum og fær í lið með sér yfirmann á æðri stöðum til að framkvæma hina snjöllu hugmynd sína en í leiðinni fella þau hugi saman, en hann er unnusti yfirmanns hennar. Einstaklega vel heppnuð, rómantísk og gamaldags gamanmynd sem er á heillandi og sjarmerandi nótum. Mjög gott handrit og kómískt innsæi leikstjórans tryggja góða skemmtun frá upphafi til enda. Þríeykið sem leikur aðalhlutverkin fer hreint á kostum Harrison Ford, Sigourney Weaver og Melanie Griffith sem er stjarna myndarinnar, hún hlaut tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Weaver er ógleymanleg í hlutverki yfirboðarans og er stórkostlegt uppaskass, Ford fer vel með sína rullu. Ég gef Working Girl þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni, hún er gífurlega góð og ekki síst stórvel leikin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.05.2021

Olympia Dukakis látin

Bandaríska leikkonan Olympia Dukakis er látin. Hún lést í gærmorgun í New York og var 89 ára að aldri. Dukakis hafði marga fjöruna sopið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlut...

06.06.2014

Banderas og Griffith skilja

Leikarahjónin Melanie Griffith og Antonio Banderas eru að skilja. Griffith sótti um skilnað frá eiginmanninum í dag föstudag, í Los Angeles, samkvæmt vefmiðlinum Entertainment Weekly. Ástæðan er sögð ósættanlegur ágrein...

21.08.2013

Handritin í dag eru heimskulegt drasl

Í nýlegu viðtali við sjónvarpsstöðina Fox news, þegar hún var að kynna nýjustu kvikmynd sína, spennu-geðtryllinn Dark Tourist, sem er sjálfstæð framleiðsla, sagði kvikmyndastjarnan Melanie Griffith, sem þekkt er fyr...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn