Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Closer 2004

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 18. febrúar 2005

If you believe in love at first sight, you never stop looking.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 65
/100
Vísbending #3 Þrjú atkvæði, þriðji stafurinn er "R." Farðu næst á tiltekna sci-fi mynd sem hinn eldheiti Mark Strong leikur í. Hann kom samt ekki fram fyrr en seinnipartinn á henni en spilaði mjög mikilvægt hlutverk. Leikstjóri myndarinnar vann Óskari

Mynd um tvö pör í London sem taka þátt í að skipta um maka. Alice/Jane er falleg ung kona frá New York, þar sem hún vann í kynlífsiðnaðinum. Hún byrjar að búa með Dan, íbyggnum rithöfundi og minningagreinablaðamanni, sem skrifar bók um hana. Anna er sjálfstæð og fráskilin, og farsæll ljósmyndari. Eftir að Dan reynir við hana þegar verið er að mynda... Lesa meira

Mynd um tvö pör í London sem taka þátt í að skipta um maka. Alice/Jane er falleg ung kona frá New York, þar sem hún vann í kynlífsiðnaðinum. Hún byrjar að búa með Dan, íbyggnum rithöfundi og minningagreinablaðamanni, sem skrifar bók um hana. Anna er sjálfstæð og fráskilin, og farsæll ljósmyndari. Eftir að Dan reynir við hana þegar verið er að mynda fyrir bók, þá hafnar hún Dan, en hann hefnir sín með því að plata hana í samband með Larry, húðsjúkdómafræðing sem hagar sér eins og fótboltabulla. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Closer er örugglega besta mynd sem Mike Nichols hefur sent frá sér. Auk þess að leikstjórn Mikes er snilld, þá eru aðrir þættir sem virka algjörlega upp hérna: Handrit Patrick Marber er meistaraverk, sagan er einstaklega góð og er alltaf gaman að fylgjast með henni og svo eru frammistöður leikaranna stórkostlegar. Julia Roberts er fantagóð og hefur hún varla verið betri síðan Erin Brockovich. Jude Law er einnig heillandi og sannfærandi í sínu hlutverki. En Natalie Portman og Owen Wilson koma með alveg stórkostlegar frammistöður og voru vel að því kominn að fá tilnefningu til Óskars(er hissa af hverju annað hvort af þeim vann ekki). Ef þið eruð ekki búin að sjá þessa, þá mæli ég með að þið farið út á leigu og leigið þessa strax. Það er skylda að horfa á þessa mynd. Meistaraverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrátt fyrir að hafa áberandi holur í sögunni, t.d að árin fjúka framhjá án þess að fatta það og engar útskýringar eru gefnar þá er Closer of vel skrifuð mynd til þess að falla undir smá holum. Clive Owen sker sig úr leikarahópnum sem áhrifaríkasta manneskjan í hópnum, og annað en King Arthur er Owen alveg rosalegur. Sama má segja um alla hina en Owen sigraði þau nú öll. Sem ástarsaga er Closer líklegasta sú raunverulegasta sem ég get hugsað mig um en samt þá breytist sagan svo hratt með fáum útskýringum að erfitt er að skilja hvort myndin sé í réttum tímaás. Ég get ekki sagt neitt meira um Closer sem hefur ekki verið sagt að ofan nema að hún sé vel þess verðug að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eitt stórt raunveruleikahögg
Closer er mynd sem fær mann til að hugsa.
Það sem byrjar eins og hver önnur rómantísk ''bíóástarsaga'' flækist skömmu síðar og úr efninu verður geysilega vel skrifuð, djúp og þýðingarmikil kvikmynd.

Mike Nichols (The Graduate, The Birdcage) er maður sem kann sitt fag og sýnir hversu frábær leikstjóri hann getur verið. Það er líka ljóst að hann er að segja mjög margt með þessari mynd. Closer er ekki mynd um ást eða hamingju, öllu heldur er hlutverk hennar að kryfja þau hugtök og eftir standa ýmsar spurningar. T.d. hvaðan kemur hamingjan?

Meginþemað hérna er hið mannlega eðli í sínu svartasta og hvernig blekkingar og lygar spilast inn í sambönd einstaklinganna sem fjallað er um. Þetta er samt alls ekki einhver ''móralsmynd,'' og eitt af því síðasta sem Nichols gerir er að predika framan í áhorfandann hvernig öll sambönd þrauka erfiði. Nei! Enginn boðskapur og engar ýkjur, heldur vill hann bara koma skilningi á raunveruleikanum eins og hann er. Fyrir mig er mjög erfitt að lýsa hvernig hann nær að skapa þau áhrif sem hann gerir. Maður kemur útaf myndinni eins og maður hafi fengið vægt raflost, eða þannig virkaði hún a.m.k. á mig. Það er t.d. merkilegt hversu ljót ein mynd getur verið án þess að þurfa að innihalda nokkurt ofbeldi. Hér nægja einungis orðin, og mikið djöfull geta þau stungið.

Síðan eru leikframmistöðurnar það sem mótar myndina, allavega ákveðinn partur af þeim. Mér finnst mjög gott að sjá Juliu Roberts loks vera komna aftur í sama gír og í Erin Brockovich. Þetta er ekki þessi krúttlega ''america's sweetheart,'' heldur alvöru hlið hennar sem leikkona og ég hef aldrei séð hana betri. Jude Law er líka að gera góða hluti þessa daganna (6 myndir á árinu 2004 - ekki slæmt). Hann er mjög fínn hérna en eins og Roberts þá fann ég aldrei fyrir dramatíska hápunktinum í senunum þeirra. Þau eru voða mild miðað við hinar stjörnurnar á skjánum, Clive Owen og Natalie Portman, eru vafalaust eitt það besta við alla myndina. Hver einasta sena með þeim er gimsteinn, og þær tvær senur sem þau eiga saman eru albestu senur myndarinnar. Owen sýnir ákafan og gífurlega sannfærandi leik og gefur persónu sinni fullkominn tón á meðan Portman hefur opinberlega sannað það að hún er ekki lengur ung, sæt stelpa heldur alvöru leikkona. Atriðið með þeim á strippstaðnum er magnað og stóð sérstaklega upp úr, bæði út frá frammistöðum og samleik þeirra og líka hversu sjóðheit
Portman nær að vera. Bara ef Owen hefði fært hausinn örlítið til hliðar, þá hefði sú sena orðið helber snilld.

Handrit myndarinnar er líka vel unnið og mjög snjallt þegar litið er á heildina. Persónurnar eru rosalega athyglisverðar einkum hvernig þær eru útfærðar. Greinilega er ekki ætlast til að við höldum mikið með þessu fólki. Í upphafi reynir maður að átta sig á hverjir eru fórnarlömbin og hverjir eru slæmir, meðan að maður kemst fljótt að því að þau eru ÖLL slæm, hver á sinn hátt (hugsanlega út frá þessu finnst manni þau eiga öll hvort annað skilið enn fremur).

Auðvitað er einn besti kosturinn við þessa sögu einnig sá að hún er nær að öllu leyti ófyrirsjáanleg, og það er ekki hægt að segja um margar svokallaðar ástarsögur nú til dags. Maður getur aðeins giskað á hvernig myndin endar en jafnframt haft kolrangt fyrir sér. Það eina sem ruglar mann í handritinu er tímalínan, og oft á tíðum gat það verið óþolandi hvernig myndin stökk marga mánuði fram í tímann án þess að nokkuð sé gefið í skyn fyrirfram. Maður horfir á eitt atriði, svo atriðið sem fylgir virðist vera í beinu framhaldi en í ljós kemur þá síðar að ár sé liðið eða eitthvað í þá áttina. Ekki endilega alvarlegur galli, en þetta gat orðið ruglandi.

Mig langar alveg rosalega til að gefa Closer hærri einkunn, en á endanum læt ég sjöuna duga. Hún er svona rétt á mörkunum að fá áttuna og það er vert að taka fram. Myndin er ótrúlega sérstök , þá sérstaklega vegna þess hvað hún er köld, og það gerist varla betra en þegar Owen og Portman deila skjánum. Ég vildi að ég gæti sagt það sama um hin tvö, þó svo að þau voru bæði góð einnig, en ekki frábær. Það er kannski fullmikið að kalla þetta stefnumótamynd, því hún er það alls ekki. Hún er augljóslega ekki fyrir alla heldur, en fyrir þá sem nenna að pæla svolítið í henni í stað þess að veltast einungis upp úr því hver endar með hverjum, þá ætti að leynast mikið meira á bakvið hana.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.09.2020

Skjaldborg í Bíó Paradís: Metfjöldi umsókna í ár

Hátíð íslenskra heimildamynda, betur þekkt sem Skjaldborg, verður haldin í samstarfi við Bíó Paradís helgina 18.-20. september 2020.  Skjaldborg verður opnunarhátíð Bíó Paradísar sem hefur verið lokað s...

30.01.2020

Ein Lethal Weapon í viðbót?

Að færa sígildar kvikmyndaseríur aftur upp á hvíta tjaldið er góð íþrótt, en útkoman er misjöfn, og móttökur áhorfenda og gagnrýnenda sömuleiðis. Sú allra nýjasta, Bad Boys for Life, er til dæmis að gera það gott í kvikmyndahúsu...

16.03.2011

Stiller segir tökur á Zoolander 2 hafnar

Gamanleikarinn Ben Stiller lét hafa það eftir sér í viðtali við tímaritið Closer að tökur á Zoolander 2 séu nú þegar hafnar. Kvikmyndaverið Paramount Pictures treysti sér ekki til að fjármagna framhaldið í fyrstu,...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn