Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Wolf 1994

Beware

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
Ennio Morricone var tilnefndur til Grammy verðlauna fyrir besta lag í kvikmynd, án söngs.

Útgefandinn Will Randall er þreyttur og úttaugaður, og lífið allt saman heldur niður á við, ekki hvað síst þegar ungur samstarfsmaður hrifsar af honum bæði starf og eiginkonu, beint fyrir framan nefið á honum. En eftir að lenda í því að vera bitinn af úlfi, þá skyndilega fyllist Will af orku og miklum samkeppniskrafti, auk þess sem skynfærin eru skyndilega... Lesa meira

Útgefandinn Will Randall er þreyttur og úttaugaður, og lífið allt saman heldur niður á við, ekki hvað síst þegar ungur samstarfsmaður hrifsar af honum bæði starf og eiginkonu, beint fyrir framan nefið á honum. En eftir að lenda í því að vera bitinn af úlfi, þá skyndilega fyllist Will af orku og miklum samkeppniskrafti, auk þess sem skynfærin eru skyndilega orðin ofurnæm. Á sama tíma fer mjög svo falleg dóttir yfirmanns hans að verða ástfangin af honum, án þess að gera sér grein fyrir að hann er smátt og smátt að breytast í skepnuna sem beit hann. ... minna

Aðalleikarar


Skemmtilegasta varúlfa mynd sem ég hef séð. jack Nicholson(bestur) heldur myndinni upp með brjálæðislegum og úlfslegum leik, en einnig gaman að sjá Plummer gamla þó hann sé hundleiðinlegur. Spennandi og skemmtileg nmynd að stórum hluta tekin í frægu kvikmyndakastala(setri, Remains of the day og fleiri )
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd voru ein stór vonbrigði. Alveg hundleiðinleg mynd frá upphafi til enda. Ein af fáu myndum sem Nicholson er gjörsamlega úti á þekju, honum hefur greinilega hundleiðst að leika í þessari þvælu. Pfeiffer er ekki mikið skárri. Einu varúlfamyndir sem gaman er að horfa á eru myndir þar sem grín er gert af þessari hjátrú en ekki einhverjar alvalegar myndir um þessa vitleysu. Þessi mynd er einfaldlega HEIMSK..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jack Nicholson er svo sannarlega réttur maður á réttum stað í þessari varúlfamynd, þeirri bestu sem ég hef séð til þessa. Það er vart, að hann þurfi á föðrun að halda, svo leikandi fer hann með hlutverkið. Og ekki er James Spader síðri sem fleðulegur keppinautur hans. Þetta er stórskemmtileg og vel skrifuð kvikmynd, sem allir sannir hrollvekjuunnendur ættu að sjá oftar en einu sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn