Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Primary Colors 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. október 1998

They're Not Exactly A Well Organized Well Oliled Machine But That's Their Secret

143 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Jack Stanton ætlar að bjóða sig fram í forsetaembættið og fær til liðs við sig litríkan hóp sérfræðinga á sviði pólitíkur og almannatengsla. Þar fara fremst í flokki Richard Jemmons og Libby Holden. Við fylgjumst með kosningabaráttunni sem er Ì raun keppni um hvor flokkurinn verður fyrri til að grafa upp eitthvert hneykslismálið til að ata mótframbjóðandann... Lesa meira

Jack Stanton ætlar að bjóða sig fram í forsetaembættið og fær til liðs við sig litríkan hóp sérfræðinga á sviði pólitíkur og almannatengsla. Þar fara fremst í flokki Richard Jemmons og Libby Holden. Við fylgjumst með kosningabaráttunni sem er Ì raun keppni um hvor flokkurinn verður fyrri til að grafa upp eitthvert hneykslismálið til að ata mótframbjóðandann sem mestum auri.... minna

Aðalleikarar


Primary Colors er ein allra besta mynd þessa árs. Hún segir af Jack Stanton sem er sláandi líkur Bill Clinton, og kosningabaráttu hans til forsetakjörs. Hann er sýndur gegnum augu ungs manns sem byrjar að vinna fyrir hann út af því að hann trúir á hann. Enda engin furða út af því að maðurinn er gæddur mjög miklum persónutöfrum og einnig að honum er virkilega annt um kjósendur sína en það er meira en má segja um suma. Hann kynnist mjög svo skrautlegu liði sem Stanton hefur í kringum sig, t.a.m. Richard Jemmons sem er mjög svo furðulegur en snjall náungi. En brátt fer hann að sjá að Jack Stanton er kannski ekki allur þar sem hann er séður þegar óþægileg hneykslismál fara að skjóta upp kollinum, þ.e. um einkalíf hans. Stanton tekur þá upp á því að ná í Libby Holden sem var áróðursmeistari hans áður en hún þurfti að fara inn á geðveikrahæli. Hún reynist hinn mesti skörungur en þegar lengra á líður fer hann að efast um vinnuaðferðir þeirra sem með honum vinna. Mike Nichols sem leikstýrir myndinni valdi sko enga aukvisa til þess að leika í henni. Fyrst skal nefna John Travolta sem Jack Stanton. Travolta vinnur sannkallaðan leiksigur. Bæði í gamanleik og drama og nær einnig ótrúlega vel suðurríkjahreimnum. Emma Thompson er mjög góð sem konan hans sem virðist umbera hvað sem er af því að hún er sokkin svo djúpt ofan í kosningabaráttuna og sér ekki hvernig Jack heldur stöðugt framhjá henni með öðrum konum. Billy Bob Thornton fer á kostum sem hinn snjalli furðufugl Richard. En samt sem áður er það Kathy Bates sem stelur senunni enn eina ferðina sem Libby. Hún kemur með ógleymanlega frammistöðu og hlítur að vinna óskarsverðlaunin í ár. Myndin fer alveg fullkomlega í það að vera bæði gamanmynd, drama og ádeila, allt í einu og forvitnilegt er að sjá hvernig Jack Stanton er sýndur í tvennu ljósi. Annars vegar sem maður sem er ekki sama um fólkið og hins vegar sem drullusokkur sem getur ekki hamið sig í einkalífinu. Ein besta mynd ársins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sannkölluð eðalmynd. Hér er sögð sagan af forsetaframbjóðandanum Jack Stanton og hinni framagjörnu eiginkonu hans. Löstur hans er hinsvegar sá að hann er kvennaflagari hinn mesti, sem brátt kemur honum í koll í baráttu sinni fyrir forsetaembættinu. John Travolta og Emma Thompson fara á kostum í hlutverkum hjónanna og minna þau ansi mikið á Clinton-hjónin enda er Bandaríkjaforseti fyrirmyndin að hinum kvensama frambjóðenda. Sýnir á nokkuð snjallan hátt hvernig hægt er að koma manni í áhrifastöðu sem er bæði gegnumspilltur og vonlaus. Travolta er alveg hreint sláandi líkur Clinton forseta og er hér að sýna besta leik sinn síðan í Pulp Fiction. Sú sem stelur hinsvegar senunni er ótvírætt Kathy Bates, sem ég tel næsta öruggt að muni fá óskar fyrir leik sinn á áróðursmeistara Stantons. Hún á það svo sannarlega skilið, hún hefur ekki leikið betur síðan í Misery hér um árið. Semsagt klassamynd, sem er vel gerð að mestu leyti, góð myndataka, leikstjórn og stórleikur aðalstjarnanna. Ég gef því Primary Colors tvímælalaust þrjár og hálfa stjórnu. Ég mæli eindregið með henni, hún er einfaldlega ómótstæðilega góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn