Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Pólitísk háðsdeila
Charlie Wilson's War gengur út frá þeirri forsendu að pólitíkusar séu gjörspilltir og það er svo sannarlega rétt fullyrðing hjá þeim. Sagan um Charlie Wilson er hreint út sagt ótrúleg, og myndin tekst að koma henni ágætlega til skila. Það má líta á þetta sem einhverskonar gamanmynd með gríðarlegu pólitísku ívafi. Leikararnir standa sig þó með mismikilli prýði, ég fíla Tom Hanks ekki í svona hlutverkum en hann sinnir því "ágætlega" eins og honum einum er lagið, en ekkert meira en það. Amy Adams er alls ekki nógu sterk leikkona til að valda hlutverki sínu í myndinni, en Philip Seymour Hoffman og Julia Roberts standa sig fáránlega vel, sérstaklega Hoffman.
Ég hafði mjög gaman af myndinni og hló þónokkrum sinnum, enda handritið vel útfært í sjálfu sér en myndin virðist vera þó að flýta sér of mikið á köflum og kemur inn með þetta semi-montage þema sem er ekki alveg að koma sínu til skila, en heldur þó myndinni í 97 mín. sem er fín lengd á svona ræmu. Þetta er rosaleg áróðursmynd en ég hvet þó alla til að sjá hana, þetta er prýðisskemmtun. 7.5/10
Charlie Wilson's War gengur út frá þeirri forsendu að pólitíkusar séu gjörspilltir og það er svo sannarlega rétt fullyrðing hjá þeim. Sagan um Charlie Wilson er hreint út sagt ótrúleg, og myndin tekst að koma henni ágætlega til skila. Það má líta á þetta sem einhverskonar gamanmynd með gríðarlegu pólitísku ívafi. Leikararnir standa sig þó með mismikilli prýði, ég fíla Tom Hanks ekki í svona hlutverkum en hann sinnir því "ágætlega" eins og honum einum er lagið, en ekkert meira en það. Amy Adams er alls ekki nógu sterk leikkona til að valda hlutverki sínu í myndinni, en Philip Seymour Hoffman og Julia Roberts standa sig fáránlega vel, sérstaklega Hoffman.
Ég hafði mjög gaman af myndinni og hló þónokkrum sinnum, enda handritið vel útfært í sjálfu sér en myndin virðist vera þó að flýta sér of mikið á köflum og kemur inn með þetta semi-montage þema sem er ekki alveg að koma sínu til skila, en heldur þó myndinni í 97 mín. sem er fín lengd á svona ræmu. Þetta er rosaleg áróðursmynd en ég hvet þó alla til að sjá hana, þetta er prýðisskemmtun. 7.5/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
25. janúar 2008