Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

Charlie Wilson's War 2007

Frumsýnd: 25. janúar 2008

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Myndin er byggð á bók eftir George Crile og segir frá sannsögulegum atburðum sem eru svo krassandi að það þurfti ekki að breyta frásögninni mikið við gerð myndarinnar. Hún fjallar um gerspilltan þingmann frá Texas, Charlie Wilson (Tom Hanks), sem aðstoðaði múslima í Afghanistan þegar Sovétríkjin réðust inn í landið í lok áttunda áratugarins.... Lesa meira

Myndin er byggð á bók eftir George Crile og segir frá sannsögulegum atburðum sem eru svo krassandi að það þurfti ekki að breyta frásögninni mikið við gerð myndarinnar. Hún fjallar um gerspilltan þingmann frá Texas, Charlie Wilson (Tom Hanks), sem aðstoðaði múslima í Afghanistan þegar Sovétríkjin réðust inn í landið í lok áttunda áratugarins. Charlie stendur ekki einn. CIA starfsmaðurinn Gust Avrakotos (Philip Seymour Hoffman) hefur margt óhreint í pokahorninu en veigrar sér ekki við að taka þátt í hverju sem Charlie skipuleggur. Joanne Herring (Julia Roberts) á líka stóran þátt í þessu, því það var hún sem fékk Charlie til að taka upp málstað múslima með persónutöfra sína eina að vopni. Saman spila þau með fólk og peninga til þess að ná markmiðum sínum. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Pólitísk háðsdeila
Charlie Wilson's War gengur út frá þeirri forsendu að pólitíkusar séu gjörspilltir og það er svo sannarlega rétt fullyrðing hjá þeim. Sagan um Charlie Wilson er hreint út sagt ótrúleg, og myndin tekst að koma henni ágætlega til skila. Það má líta á þetta sem einhverskonar gamanmynd með gríðarlegu pólitísku ívafi. Leikararnir standa sig þó með mismikilli prýði, ég fíla Tom Hanks ekki í svona hlutverkum en hann sinnir því "ágætlega" eins og honum einum er lagið, en ekkert meira en það. Amy Adams er alls ekki nógu sterk leikkona til að valda hlutverki sínu í myndinni, en Philip Seymour Hoffman og Julia Roberts standa sig fáránlega vel, sérstaklega Hoffman.

Ég hafði mjög gaman af myndinni og hló þónokkrum sinnum, enda handritið vel útfært í sjálfu sér en myndin virðist vera þó að flýta sér of mikið á köflum og kemur inn með þetta semi-montage þema sem er ekki alveg að koma sínu til skila, en heldur þó myndinni í 97 mín. sem er fín lengd á svona ræmu. Þetta er rosaleg áróðursmynd en ég hvet þó alla til að sjá hana, þetta er prýðisskemmtun. 7.5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn