Pólitísk háðsdeila
Charlie Wilson's War gengur út frá þeirri forsendu að pólitíkusar séu gjörspilltir og það er svo sannarlega rétt fullyrðing hjá þeim. Sagan um Charlie Wilson er hreint út sagt...
Myndin er byggð á bók eftir George Crile og segir frá sannsögulegum atburðum sem eru svo krassandi að það þurfti ekki að breyta frásögninni mikið við gerð myndarinnar.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
VímuefniMyndin er byggð á bók eftir George Crile og segir frá sannsögulegum atburðum sem eru svo krassandi að það þurfti ekki að breyta frásögninni mikið við gerð myndarinnar. Hún fjallar um gerspilltan þingmann frá Texas, Charlie Wilson (Tom Hanks), sem aðstoðaði múslima í Afghanistan þegar Sovétríkjin réðust inn í landið í lok áttunda áratugarins. Charlie stendur ekki einn. CIA starfsmaðurinn Gust Avrakotos (Philip Seymour Hoffman) hefur margt óhreint í pokahorninu en veigrar sér ekki við að taka þátt í hverju sem Charlie skipuleggur. Joanne Herring (Julia Roberts) á líka stóran þátt í þessu, því það var hún sem fékk Charlie til að taka upp málstað múslima með persónutöfra sína eina að vopni. Saman spila þau með fólk og peninga til þess að ná markmiðum sínum.





Charlie Wilson's War gengur út frá þeirri forsendu að pólitíkusar séu gjörspilltir og það er svo sannarlega rétt fullyrðing hjá þeim. Sagan um Charlie Wilson er hreint út sagt...