Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Trading Places 1983

They're not just getting rich... They're getting even.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Louis Winthorpe er athafnamaður sem vinnur fyrir verðbréfafyrirtækið Duke og Duke sem bræðurnir Mortimer og Randolph Duke reka. Þeir þræta gjarnan um hin ólíklegustu og ómerkilegustu mál, og það nýjasta er hvort að það sé umhverfið eða genin sem ákvarða um hversu vel mönnum gengur í lífinu. Þegar Winthorpe rekst á bragðarefinn Billy Ray Valentine úti... Lesa meira

Louis Winthorpe er athafnamaður sem vinnur fyrir verðbréfafyrirtækið Duke og Duke sem bræðurnir Mortimer og Randolph Duke reka. Þeir þræta gjarnan um hin ólíklegustu og ómerkilegustu mál, og það nýjasta er hvort að það sé umhverfið eða genin sem ákvarða um hversu vel mönnum gengur í lífinu. Þegar Winthorpe rekst á bragðarefinn Billy Ray Valentine úti á götu, og heldur fyrir misskilning að hann sé að reyna að ræna sig, þá lætur hann handtaka hann. Þegar hann sér hve ólíkir menn þeir tveir eru, þá ákveða bræðurnir að veðja um hvað myndi gerast ef Winthorpe myndi missa vinnuna, heimili sitt og virðingu allra í kringum sig, og hvað myndi gerast í staðinn ef Valentine fengi starf Winthorpe. Þeir láta því handtaka Winthorpe og láta hann líta illa út gagnvart kærustunni. Nú þarf hann að reiða sig á vændiskonu sem var ráðin til að eyðileggja mannorð hans. ... minna

Aðalleikarar


Trading Places er eiginlega svona miðlungs grímynd með stórleikurumnum Dan Aykroyd og Eddie Murphy. Þessi mynd fjallar um það tveir gamlir tvíburar gera veðmál hvort þeir gætu látið einn ríkan mann sem vinnur með þeim,sem leikinn er af Dan Aykroyd,að láta hann vera fátækann og láta fátækann mann vera ríkan. Þetta tekst hjá gömlu körlunum og nú vill Dan hefna sín á Eddie. Enn svo fattar hann að þeir hafa báðir verið svekktir. Þeir ákveða að vinna saman og ákveða að hefna sín,þá meina ég duglega. Mér fannst þessi mynd nú bara fín og naut þess að hlæja að henni. Leikararnir standa sig nú þokkalega og þessi mynd er ágæt. Góð grínmynd á einum ömurlegum degi. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein besta grínmynd sem ég hef séð myndin endist ofboðslega vel.

í myndinni eru tveir menn sem heita Winthorp og Mortimer en þessar persónur eru líka í Coming to America í þeirri mynd gefur Eddie þeim peninga.

Þetta er örugglega besta mynd Eddie og Dan Aykroyd ég mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég veit ekki hvað ég var gamall þegar ég sá þessa mynd fyrst, 6-7 ára kannski, ég elskaði hana þá og ég elska hana meira þegar ég skil alla brandarana. Dan Aykroyd og Eddie Murphy eru hér saman upp á sitt fyndnasta í sögu af róna og auðkýfingi sem skipta um stað í þjóðfélaginu. Frábær mynd og það er góð hugmynd að horfa síðan á Coming to America á eftir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn