Náðu í appið
October Sky

October Sky (1999)

"Sometimes one dream is enough to light up the whole sky."

1 klst 48 mín1999

Það er aðeins ein framtíð sem bíður Homer Hickam, ungs drengs í kolanámubænum Coalwood á sjötta áratug síðustu aldar - að feta í fótspor föður...

Rotten Tomatoes90%
Metacritic71
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:FordómarFordómarBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Það er aðeins ein framtíð sem bíður Homer Hickam, ungs drengs í kolanámubænum Coalwood á sjötta áratug síðustu aldar - að feta í fótspor föður síns og vinna í kolanámum bæjarins. En ýmislegt breytist í október árið 1957 þegar fyrsta gervitunglið, Spútnik, er sent á sporbaug um jörðu. Homer fær í kjölfarið á þessum atburði áhuga á að læra hvernig á að byggja eldflaugar. Með vinum sínum og helsta nirði bæjarins, þá ákveður Homer að hefjast handa. Föður Homer og flestum bæjarbúum finnst drengirnir vera að sóa tíma sínum í vitleysu. En einn kennari í miðskólanum skilur hvað þeir eru að reyna að gera og segir þeim að þeir gætu keppt í vísindakeppni þar sem í boði eru skólastyrkir fyrir sigurvegarana. Núna þurfa vinirnir að einbeita sér að eldlfaugasmíðinni og yfirvinna ýmis vandamál sem bíða þeirra.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS

Gagnrýni notenda (2)

Þessi mynd er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Myndir segir sögu drengs í kolanámubæ í BNA, og gerist þegar Rússar náðu að senda Sputnik upp á sporbaug um jörðu. Sagan, sem er sérlega hu...

Það er langt síðan mynd hefur komið mér jafnmikið á óvart. Þetta er mynd í hæsta gæðaflokki, nánast óaðfinnanleg. Leikur, leikstórn, handrit, tónlist og bara allt hjálpast að við...