Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Hidalgo 2004

Frumsýnd: 7. apríl 2004

Experience the incredible true story of a man who left behind the world he knew, and found the courage to do the impossible

136 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Frank Hopkins var í Bandaríkjaher og tók þátt í slátruninnni við Wounded Knee, en hryllingurinn átti eftir að ásækja hann eftir það, og olli því að hann fór að drekka ótæpilega. Hann gengur til liðs við fjölleikahús Buffalo Bill og er titlaður sem besti reiðmaður í heimi, og hestur hans, Hidalgo, er sagður vera besti hestur í heimi enda hafi hann unnið... Lesa meira

Frank Hopkins var í Bandaríkjaher og tók þátt í slátruninnni við Wounded Knee, en hryllingurinn átti eftir að ásækja hann eftir það, og olli því að hann fór að drekka ótæpilega. Hann gengur til liðs við fjölleikahús Buffalo Bill og er titlaður sem besti reiðmaður í heimi, og hestur hans, Hidalgo, er sagður vera besti hestur í heimi enda hafi hann unnið ótalmörg kapphlaup. En Arabi nokkur efast um þessar vegtyllur þar sem þeir Hopkins og Hidalgo hafa ekki keppt í kapphlaupum eins og hinni gríðarlega erfiðu Oceans of Fire kappreið. Hopkins ákveður að skrá sig til leiks og fer til mið-austurlanda þar sem hans bíður hörð keppni og erfiðir andstæðingar.Frank þarf einnig að takast á við eigin innri djöfla í leiðinni. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Hidalgo er svona mynd sem maður fer ekki á í bíó heldur leigir bara á spólu, ég leigði hana einu sinni ekki ég bara sá hana á spólu með frænda mínum og frænku. Þetta er fín mynd bara svoldið langdregin atriði á milli þegar hann Frank T(Viggo) er ekki á hestinum í keppnini. Það var sagt að þessi mynd væri með glæsilegum tæknibrellum, það var nú bara ein almennileg tæknibrella, það var þegar hann Frank var á hestinum að spretta á hestinum sínum á undan sandstormi. Svo þegar eru sýnt er í andlitið á Frank þegar hann er í keppnini þá er myndin gerð meira raunverlegri með því að sína hann með uppþornaðar varir og skítugan í framan og fleira. Þessi mynd fjallar um mann árið 1890 að nafni Frank T sem er góður reiðmaður og hestinn hans Hidalgo og hann hefur unnið langar keppnir á hestum í Bandaríkjunum. Honum er boðið að taka þátt í reiðkeppni í Arabíu sem er 3000 mílna löng keppni yfir alla Arabíu. Hann tekur þátt í henni og hann verður fyrsti maður sem er tekur þátt í henni sem er ekki frá Arabíu löndunum. Svo í enda myndarinnar segir það það var til maður sem hét Frank T árið 1890 og þetta var sönn saga að hluta til. Aðalhlutverk eru: Viggo Mortensen(Lord Of The Rings The Return Of The King), Omar Sharif(Lawrence Of Arabia) og Zuleikha Robinson.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrátt fyrir að vera á þeirri skoðun að hestar séu almennt bestir saltaðir ofan í tunnu, þá fynnst mér þessi mynd bara ágætasta afþreying! Hún er að að vísu aðeins of löng, enn manni fer samt aldrei að leiðast. Eina sem fór aðeins í mig var að maður átti aðeins erfitt með að loka á að manni fanst Viggó vera í Lotr.

þessi mynd kemur einnig á hárréttum tíma þegar araba hatur ætlar allt um koll að keyra, og sýnir múslimana ekki sem einhverja hættulega hriðjuverkamenn, heldur hirðingja sem lifa við erfiðar aðstæður við æfafornar hefðir.

fínasta mynd, en samt kanski ekki eitthvað sem maður fer á í bíó, heldur meira afþreying heima í stofu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég fór til að sjá hidalgo þá vissi ég ekkert hverju ég ætti von, en það sem ég fékk úr því var fín bíomynd.Viggo mortehsen sínir afburðaleik að venju og leikur bara mjög vel. Þetta er kannski eins og stolin settning en þetta er eiginlega bara fjölskyldumynd, frá toppi til táar. Myndin fjallar eiginlega um samband Frank T(viggo) og Hidalgo( hesturinn hans)þegar þeir fara í 3000 mílna kapphlaup um eyðimörk. Þar sem Frank er fyrsti útlendingurinn til að fara þessa keppi þá mætir hann ýmsum fordómum og oft er reynt að klekja á honum. Í myndinni lendir frank í miklum ævintýrum og má sega að þetta ség dæmigerð walt disney mynd. En helsti galli myndarinnar er að atriðin er heldur langdreginn, annars fín mynd. Ekki ætla ég að sega hvernig myndin endar enn þess má geta að myndin er gerð af sannsögulegri sögu.


Fín mynd fyrir fjölskylduna og tvær og hálf stjarna er bara mjög sanngjarn dómur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn