Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Chinatown 1974

Fannst ekki á veitum á Íslandi

You get tough. You get tender. You get close to each other. Maybe you even get close to the truth.

131 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 92
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir handrit. Tlinefnd til tíu annarra Óskara, þar á meðal sem besta mynd og fyrir bestu leikstjórn.

JJ 'Jake' Gittes er einkaspæjari sem sérhæfir sig í hjónabandsmálum. Hann er ráðinn af Evelyn Mulwray þegar hún grunar eiginmann sinn Hollis, byggingaverktaka sem sér um uppbyggingu vatnsveitukerfa New York borgar, um framhjáhald. Gittes vinnur sína vinnu vel og ljósmyndar eiginmanninn ásamt ungri stúlku en mitt í hneykslismálinu sem fylgir á eftir, þá kemur... Lesa meira

JJ 'Jake' Gittes er einkaspæjari sem sérhæfir sig í hjónabandsmálum. Hann er ráðinn af Evelyn Mulwray þegar hún grunar eiginmann sinn Hollis, byggingaverktaka sem sér um uppbyggingu vatnsveitukerfa New York borgar, um framhjáhald. Gittes vinnur sína vinnu vel og ljósmyndar eiginmanninn ásamt ungri stúlku en mitt í hneykslismálinu sem fylgir á eftir, þá kemur í ljós að hann virðist hafa verið ráðinn til starfans af eftirhermu og alls ekki hinni raunverulegu frú Mulwray. Þegar Hr. Mulwray finnst látinn, þá dregst Jack inn í flókinn vef blekkinga, sifjaspells og spillingar sem allt tengist vatnsveitukerfi borgarinnar. ... minna

Aðalleikarar

Rosaleg
Chinatown segir í stuttu máli frá spæjaranum J.J. Gittes sem að sér lang ofast um það að upplýsa framhjálhald manna fyrir konum þeirra gegn miklu fé. En það er eitt sinn að kona kemur inn og biður hann um að taka að sér mál sitt að uppljóstra að maður sinn Mr. Mulwray sé að halda áfram. Hann gerir þetta eftir bestu getu og tekur myndir af honum með ungri stelpu til að sanna mál sitt. Svo kemur í ljós að það var ekkert Mrs. Mulwray sem kom til hans heldur konan Ida sem var ráðin af manni til að leika hana. Skömmu seinna deyr Mr. Mulwray sem flækir málið enn meira og hin rétta Mrs. Mulwray ræður hann til að upplýsa málið. Málið er mun flóknara heldur en áhorfandi gerir sér grein fyrir og kemur hver uppljóstrunin á fætur annarri manni á óvart. En spurningin er hver drap Mr. Mulwray?

Handritið er ofboðslega vel skrifað og átti vel skilið óskarinn sem fékkst fyrir það. Roman Polanski er í gæðaklassa leikstjóra og stendur vel undir væntinum í Chinatown.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Chinatown er alveg ágætis skemmtun með Jack Nicholson í hlutverki spæjara á fjórða áratug síðustu aldar. Ég átti ágæta stund yfir henni en mér finnst hún ekki eiga allt þetta lof skilið. Hún er frekar kraftlítil og þó að tónlistin sé fín þá bjargar það ekki þessari slappri stemningu. Söguþráðurinn er að vísu ekki af verri endanum en Chinatown er samt ekki eins sniðug og hún vill vera þó að hún sé alls ekki heimsk. Það sem tollir henni saman og gerir hana horfanlega og nokkuð skemmtilega er mjög góður leikur hjá Jack Nicholson og sterk leikstjórn hjá Roman Polanski. Must fyrir spæjaramyndaunnendur en ekki búast við neinu rosalegu. Einkunn: tvær og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ógleymanleg atriði einkenna þetta stórkostlega meistarastykki. Myndin hlaut á sínum tíma 11 óskarsverðlaunatilnefningar, og það ekki af ástæðulausu ( taka skal fram að myndin hlaut þó aðeins 1 stykki Óskar ). Chinatown segir sögu einkaspæjarans Jake Gittes sem er blekktur af konu sem þykist vera eiginkona þekkts manns ( Hollis Mulwray-Darrel Zwerling ) í LA. Gittes tekur að sér mál um að njósna um þennan mann ( Hollis ). Smám saman leiðist þetta út í spillingum morð, landeignir og aðra skemmtilega hluti. Chinatown er ein af þeim fáu Film-Noir myndum sem eru í lit. Sagt er að leikstjórinn ( Roman Polanski ) hafi viljað prufa einhvað nýtt og líka ( þótt fáranlegt sé ) að svart/hvítar myndir voru út úr tísku á tímabilinu sem myndin var gerð.Myndin er stútfull af plot-tvistum og þarfnast 100 prósent athygli manns allan tímann. Nú, leikurinn er stórfenglegur. Jack Nicholson fór á kostum sem Jake Gittes og var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir vikið. Faye Dunaway fór einnig á kostum og var einnig tilnefnd til óskarsverðlauna. Svo má ekki gleyma John Huston sem fór á kostum sem Noah Cross. Leikstjóri myndarinnar, Roman Polanski gerði hér sína bestu mynd og var eins og fyrrnefndir leikarar einnig tilnefndur til óskarsverðlauna ( fyrir leikstjórn ). Andrúmsloftið í myndinni er magnað, manni virkilega líður eins og maar sé staddur í myndinni. Allt í allt er þetta stórkostlegt meistarastykki sem á allt gott skilið. Tvímælalaust ein af bestu myndum allra tíma!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.02.2014

Barnabók með frösum úr kvikmyndum

Teiknarinn Josh Cooley tók sig til á dögunum og gerði bókina Movies R Fun. Bókin er sett upp og myndskreytt sem klassísk barnabók en með atriðum úr síður barnvænum kvikmyndum. Teikningar og frasar úr myndum á borð...

19.04.2013

Bestu móðganir allra tíma

Vefmiðillinn Flavorwire tók saman á dögunum ansi skemmtilegan lista yfir bestu móðganir í bíómyndum. Móðganir geta verið bráðfyndnar eins og allir vita og koma úr bíómyndum úr öllum áttum, gömlum og nýjum. Hér...

06.04.2013

22 bestu lokasetningar allra tíma

Lokasetning hverrar bíómyndar er líklega sú einstaka setning sem er mikilvægust í myndinni, þar sem hún dregur saman söguna, spyr spurninga og er líkleg til að lifa í minningu áhorfenda, sem vitna í hana eftir að heim...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn