Vissir þú
Þetta er fyrsta kvikmyndahandrit leikskáldsins Tyrfings Tyrfingssonar. Gagnrýnandi Morgunblaðsins segir það \"afar vel heppnað\".
Villibráð er endurgerð ítölsku kvikmyndarinnar Perfetti Sconosciuti frá 2016. Hún hefur ratað í Heimsmetabók Guinness sem sú mynd sem oftast hefur verið endurgerð í kvikmyndasögunni. Villibráð er 22. endurgerðin.
Egypsk útgáfa kvikmyndarinnar olli miklu uppnámi. Kröfðust egypskir þingmenn þess að lokað yrði fyrir streymisveituna Netflix, sem sýndi myndina.
Tyrfingur sagði við Morgunblaðið: Snjallsíminn, sem er svo fallega hannaður og fer vel í hendi, er tortímingartæki um leið og þetta er flóttaleið. Þetta er eins og svartur spegill sem hjálpar fólki að flýja þá viktoríönsku tíma sem við lifum með öllum sínum hressilegu bælingum.