Ágætis grínmynd með Martin Lawrence.Martin Lawrence er búin að vera í fangelsi í 2 ár fyrir að hafa stolið demanti og þegar hann er laus ætlar hann að ná í demantinn en hann hafði fal...
Blue Streak (1999)
"He's A Cop That's Not. Believe That!"
Mike Logan er skartgripaþjófur.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Mike Logan er skartgripaþjófur. Allt fer handaskoluml þegar hann ætlar að stela risastórum demanti í miðborg Los Angeles og annar þjófur, Deacon, svíkur hann. Lögreglan kemur, og Miles er handtekinn, en honum tekst samt að fela gimsteininn í húsi sem er í byggingu. Tveimur árum síðar þá er hann laus úr fangelsi og fer að staðnum þar sem gimsteinninn er falinn; en til allrar óhamingju þá eru nýjar höfuðstöðvar lögreglunnar nú í húsinu! Hann býr sig sem lögga, og fer inn í húsið, en áður en hann getur klárað málið, þá er hann gripinn og látinn vera félagi einfeldningslegs rannsóknarlögreglumanns og sendur út af örkinni með honum til að rannsaka innbrot. Hann er með Deacon á hælunum og þarf nú að finna demantinn, halda áfram að plata lögguna, og gera nokkur góðverk sem lögga áður en hann getur byrjað að hugsa aftur eins og glæpamaður.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Gagnrýni notenda (9)
Þeir sem hafa gaman af aulahúmori ættu að horfa á þessa. Miles Logan (Martin Lawrence,Bad Boys) er gimsteinaþjófur sem verður svikinn af félaga sínum í ráni en nær að fela demantinn í ...
Algjör snilld! Mæli með henni fyrir alla sem hafa einhvern húmor (sem eru reyndar ekki allir).
Martin Lawrence er hér kominn í hlutverk gimsteinaþjófs sem er gómaður fyrir rán og nær hann að fela fenginn í auðri byggingu rétt áður en hann er handtekinn. Tveimur árum síðar er ha...
Mjög góð mynd. Olli mér engum vonbrigðum. Hún var meira að segja fyndnari en ég hélt. Mæli innilega með þessari
Þvílík vonbrigði þessi mynd er. Samfelld leiðindi og þvæla frá upphafi til enda. Martin litli er bara ekki nógu góður leikari alveg eins og vinur hans Will Smith .Þessi mynd voru mestu vo...
Ég sé ekki eftir því að hafa farið á þessa mynd, hún var svo skemmtileg. Martin Lawrence var fyndinn í hlutverki sínu sem ofurlöggan en er bara óheppinn demantaþjófur sem sat inni í t...
Góð gamanmynd þar sem segja má að hún hafi verið sérsniðin utan um Martin Lawrence. Leikstjórinn Les Mayfield hefur gott tak á myndinni allan tíman. Martin fær að njóta sýn alla myndin...
Ekki átti ég von á miklu þegar ég settist niður fyrir framan tjaldið áður en myndin byrjaði þar sem að auglýsingasýnishornin úr myndinni heilluðu mig ekki mikið. Samt sem áður olli ...


























