Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ágætis grínmynd með Martin Lawrence.Martin Lawrence er búin að vera í fangelsi í 2 ár fyrir að hafa stolið demanti og þegar hann er laus ætlar hann að ná í demantinn en hann hafði falið í loftræstisgöngum í byggingu sem var verið að byggja en nú 2 árum seinna er þessi bygging orðinn að lögreglustöð og reynir Martin með öllum tiltækum ráðum að ná steininum aftur. Mjög einfaldur og barnalegur söguþráður en engu að síður hin ágætis skemmtun.
Þeir sem hafa gaman af aulahúmori ættu að horfa á þessa. Miles Logan (Martin Lawrence,Bad Boys) er gimsteinaþjófur sem verður svikinn af félaga sínum í ráni en nær að fela demantinn í byggingu en fer í fangelsi í tvö ár. Þegar hann er frjáls kemst hann að því að byggingin er orðinn lögreglustöð. Þá fer hann í dulargervi sem lögga og ætlar að reyna að ná demantinum í vinnunni.
Algjör snilld! Mæli með henni fyrir alla sem hafa einhvern húmor (sem eru reyndar ekki allir).
Martin Lawrence er hér kominn í hlutverk gimsteinaþjófs sem er gómaður fyrir rán og nær hann að fela fenginn í auðri byggingu rétt áður en hann er handtekinn. Tveimur árum síðar er hann látinn laus og kemst þá að því að hann faldi gimsteininn í miðri lögreglubyggingu og þarf hann því að dulbúa sig sem löggu til að ná steininum. Martin Lawrence er hér, eins og alltaf, jafn skemmtilegur í sínu hlutverki og hefur enn ekki klikkað. Hann gerir þessa mynd bæði fyndna og skemmtilega alveg frá byrjun til enda.
Mjög góð mynd. Olli mér engum vonbrigðum. Hún var meira að segja fyndnari en ég hélt. Mæli innilega með þessari
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Treva Etienne, Jason Hildebrandt
Framleiðandi
Sony Pictures Home Entertainment
Kostaði
$65.000.000
Tekjur
$117.758.500
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
5. nóvember 1999
VHS:
17. apríl 2000